Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 16. nóvember 2001 kl. 22:16

Vilja hraðahindrun á Hringbraut í Keflavík

Reykjanesbæ hefur borist fyrirspurn um það hvenær sett verið hraðahindrun á Hringbraut vegna hraðaksturs á götunni. Bæjarbúi skammar bæjaryfirvöld á heimasíðu Reyjanesbæjar og segir yfirvöld sofandi og óttast að ekkert verði gert fyrr en banaslys verði í götunni.Íbúinn skrifar bæjaryfirvöldum m.a.:
„Umferðahraðinn á Hringbrautinni er svo skelfilegur að hárin rísa á höfði manns.
Nauðsynlegt er að setja hraðahindrun á móts við Sparkaup til að hefta hraðann á þeim er koma frá Garði/Sandgerði. Þarna hafa oft orðið harðir árekstrar. Við Hringbraut búa mörg börn sem eiga leið í skóla. Hvað eru Bæjaryrirvölda að hugsa? Svo keyrir maður nýja botnlangagötu þar sem einn bæjarfulltrúi býr og þar eru tvær hraðahindranir! Hvað er í gangi?“

Forstöðumaður umhverfis- og tæknisviðs Reykjanesbæjar svarar:
„Á Hringbraut er 50 km hámarkshraði og er það hlutverk lögreglu að fylgja því eftir að vegfarendur haldi sig á hámarkshraða á Hringbraut sem og annarsstaðar.
Samkvæmt samþykktu aðalskipulagi Reykjanesbæjar 1995-2015. er gert ráð fyrir að vegur frá Sandgerð og Garði breytist þannig að hann tengist í beinni stefnu inn á Vesturbraut, og Hringbraut verði hliðargata að þeirri götu. Við þá breytingu mun hraði minnka allverulega á umferð úr norðurátt á Hringbraut. Ekki er vitað hvenær þessi breyting verður framkvæmd.
Samkvæmt nýsamþykktu umferðaskipulagi Reykjanesbæjar er ekki gert ráð fyrir hraðahindrun á þessum kafla Hringbrautar þ.e. á milli Vesturgötu og Vesturbrautar, en gert er ráð fyrir að upphækkuð gangbraut með miðeyju verði sett upp til að tengja göngu- og hjólastíg, staðsett við enda nyrsta raðhúss við Greniteig.
Einnig samkvæmt nýsamþykktu umferðaskipulagi er gert ráð fyrir umferðaljósum á gatnamótum Vesturgötu og Hringbrautar, bæði gangbrautin og umferðaljósin draga úr umferðahraða og auka öryggi vegfarenda sem yfir Hringbraut þurfa að fara allverulega.
Ekki hefur verið ákveðið hvenær í þessar framkvæmdir verður ráðist.
Allar framkvæmdir bæjarins þar á meðal gerð umferðamannvirkja er háð því að til sé fjármagn til þeirra.“

Nánari umræða er á vef Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024