Vil sjá bætt lífskjör fólksins
Okkur jafnaðarmönnum bíður það verkefni að komast að stjórnun landsins og móta á Íslandi samfélag þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi, ekki bara einhverra útvalinna einstaklinga eða hópa eins og núverandi ríkisstjórn hefur staðið fyrir.
Við jafnaðarmenn eigum góð sóknarfæri, en við verðum að nýta þau. Margir hafa fylgst með fréttum á Stöð 2 undanfarna daga, þar sem því hefur verið lýst á greinargóðan hátt hvernig að skattkerfið hefur farið með almennt launafólk í þessu landi.Þar hefur það verið birt með skýrum hætti, sem við jafnaðarmenn höfum verið að segja árum saman, að þessi ríkisstjórn er málsvari þeirra sem meira mega sín, en það hallar á hinn almenna borgara. Skattar á almennar launatekjur hafa stórhækkað, en skattar á háu launin og atvinnureksturinn, þá einkanlega stórfyrirtækin hafa lækkað verulega. Þarf frekari vitnanna við? Er það svona samfélag sem fólk vill sjá og búa við? Nei, ég held ekki. Þess vegna er það okkar jafnaðarmanna að benda á þessa stórauknu mismunum sem á sér stað í landinu og benda með skýrum og afdráttarlausum hætti á úrbætur. Og við höfum svörin.
Ég vil sjá bætt lífskjör fólksins, einkum barnafólks og þeirra sem á brattan eiga að sækja. Samfylkingin hefur lagt til að komið verði á sérstakri afkomutryggingu við barnafólk, aldraða og öryrkja til að tryggja að enginn líði skort. Velferðarkerfið verður hins vegar að styðjast við öflugt atvinnulíf sem byggir á menntun og þekkingu þegnanna, sem síðan byggir á opnu menntakerfinu sem allir eiga að hafa aðgang að. Fyrir þessu við ég beita mér.
Ég vil sjá starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja stórlega bætt með skattalegri áherslu og auknum stuðningi við nýsköpun og frumkvæði. Frumkvæði er hins vegar torsótt án aukins menntunarstuðuls. Þess vegna vill samfylkingin opna menntakerfið og gera öllum kleift að mennta sig við hæfi án tillits til búsetu.
Ég tel að smáfyrirtæki muni í framtíðinni ráða mestu um varanlegan og jafnan hagvöxt. Þannig mætti vel hugsa sér að Rangárþing fengi verulegan raforkuafslátt, - afslátt fyrir að hýsa flestar virkjanir landsins - afslátt til reksturs smáiðnaðar og fullvinnslu, en þar vantar hins vegar hafskipahöfn. Hún er hér í Vestamannaeyjum. Þess vegna verðum við með e-u móti að bæta úr samgöngum milli lands og Eyja, bæði vegna fólks- og vöruflutninga. Það er forgangsmál.
Við þurfum að huga að millitekjufólki líka. Ríkisstjórnin hefur verið að færa fjármuni frá þeim sem hafa lágar tekjur eða millitekjur til hinna sem hafa miklar tekjur og eiga miklar eignir fyrir. Þetta er óréttlátt og eykur á misskiptingu í þjófélaginu. Þess vegna verðum við að senda Davíð og félaga út í kuldann, en gera það þó með þeim hætti að þá bókstaflega hlakki til ferðarinnar.
Fyrir þessu mun ég beita mér fái ég brautargengi. Því bið ég um að verða valinn í 3. sæti listans. Önundur S. Björnsson
Við jafnaðarmenn eigum góð sóknarfæri, en við verðum að nýta þau. Margir hafa fylgst með fréttum á Stöð 2 undanfarna daga, þar sem því hefur verið lýst á greinargóðan hátt hvernig að skattkerfið hefur farið með almennt launafólk í þessu landi.Þar hefur það verið birt með skýrum hætti, sem við jafnaðarmenn höfum verið að segja árum saman, að þessi ríkisstjórn er málsvari þeirra sem meira mega sín, en það hallar á hinn almenna borgara. Skattar á almennar launatekjur hafa stórhækkað, en skattar á háu launin og atvinnureksturinn, þá einkanlega stórfyrirtækin hafa lækkað verulega. Þarf frekari vitnanna við? Er það svona samfélag sem fólk vill sjá og búa við? Nei, ég held ekki. Þess vegna er það okkar jafnaðarmanna að benda á þessa stórauknu mismunum sem á sér stað í landinu og benda með skýrum og afdráttarlausum hætti á úrbætur. Og við höfum svörin.
Ég vil sjá bætt lífskjör fólksins, einkum barnafólks og þeirra sem á brattan eiga að sækja. Samfylkingin hefur lagt til að komið verði á sérstakri afkomutryggingu við barnafólk, aldraða og öryrkja til að tryggja að enginn líði skort. Velferðarkerfið verður hins vegar að styðjast við öflugt atvinnulíf sem byggir á menntun og þekkingu þegnanna, sem síðan byggir á opnu menntakerfinu sem allir eiga að hafa aðgang að. Fyrir þessu við ég beita mér.
Ég vil sjá starfsumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja stórlega bætt með skattalegri áherslu og auknum stuðningi við nýsköpun og frumkvæði. Frumkvæði er hins vegar torsótt án aukins menntunarstuðuls. Þess vegna vill samfylkingin opna menntakerfið og gera öllum kleift að mennta sig við hæfi án tillits til búsetu.
Ég tel að smáfyrirtæki muni í framtíðinni ráða mestu um varanlegan og jafnan hagvöxt. Þannig mætti vel hugsa sér að Rangárþing fengi verulegan raforkuafslátt, - afslátt fyrir að hýsa flestar virkjanir landsins - afslátt til reksturs smáiðnaðar og fullvinnslu, en þar vantar hins vegar hafskipahöfn. Hún er hér í Vestamannaeyjum. Þess vegna verðum við með e-u móti að bæta úr samgöngum milli lands og Eyja, bæði vegna fólks- og vöruflutninga. Það er forgangsmál.
Við þurfum að huga að millitekjufólki líka. Ríkisstjórnin hefur verið að færa fjármuni frá þeim sem hafa lágar tekjur eða millitekjur til hinna sem hafa miklar tekjur og eiga miklar eignir fyrir. Þetta er óréttlátt og eykur á misskiptingu í þjófélaginu. Þess vegna verðum við að senda Davíð og félaga út í kuldann, en gera það þó með þeim hætti að þá bókstaflega hlakki til ferðarinnar.
Fyrir þessu mun ég beita mér fái ég brautargengi. Því bið ég um að verða valinn í 3. sæti listans. Önundur S. Björnsson