Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Þriðjudagur 30. apríl 2002 kl. 00:23

Víkurfréttir koma út á föstudaginn

Víkuréttir koma næst út á föstudaginn. Ástæðan er að 1. maí er á miðvikudegi og frestar það prentun blaðsins um einn sólarhring. Þess í stað verður hægt að taka á móti auglýsingum í blaðið til hádegis á fimmtudag, 2. maí.Í næstu viku koma Víkurfréttir svo út á miðvikudegi, þar sem fimmtudaginn ber upp á uppstigningardag. Þá er skilafrestur á auglýsingum til hádegis á þriðjudegi.
Þeir sem þurfa að koma greinum til birtingar í blaðið eru hvattir til að bóka pláss tímanlega. Nú þegar nær dregur kosningum þyngist greinaflóðið.

Við áréttum að greinar séu stuttar og áskiljum okkur jafnframt rétt til að geyma greinar á milli blaða, enda plássið takmarkað þar sem framboðin hafa verið dugleg að senda okkur greinar, en minna farið fyrir auglýsingum.
Við hjá Víkurfréttum höfum sett þær reglur að hver grein skal ekki vera lengri en 30 dálksentimetrar og hvert framboð í Reykjanesbæ fær ekki fleiri en tvær greinar í blað. Í örðum sveitarfélögum á Suðurnesjum fær hvert framboð eina grein í hvert tölublað og lengdin er sú sama, 30 dálksentimetrar.

Víkurfréttir áskilja sér rétt til að geyma greinar milli blaða, sé pláss af skornum skammti.

Ritstj. Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024