Vikulegur fundur í Hugmyndahúsinu Ásbrú
Hugmyndahúsið Ábrú verður með sinn vikulega fund í dag miðvikudaginn 28. október að þessu sinni í húsnæðinu Eldvörp sem er staðsett beint á móti Virkjun.
Gestur fundarins að þessu sinni verður Brynja Guðmundsdóttir, frumkvöðull og stofnandi Gagnavörslunnar og hefst fundurinn hefst klukkan 17:00 – 18:30.
Allir áhugasamir um nýsköpun og virkjun hugmynda eru hvattir til að mæta.
Almennt um Hugmyndahúsið:
Hugmyndahúsið - Ásbrú er grasrótarverkefni sem miðar að því að virkja hugmyndir til framkvæmda. Húsið er opið öllum þeim sem vilja vinna að hugmyndum sínum í umhverfi annarra eldhuga, jafnt íbúum Ásbrúar sem annarra Reyknesinga og í raun öllum landsmönnum. Þetta er gert með því að bjóða upp á námskeið og fyrirlestra sem miða að því að kortleggja verkefnin og styðja fólk á leið frá hugmynd að atvinnutækifæri. Áhugasömum frumkvöðlum sem vilja vinna nánar að verkefnum sínum býðst aðstaða í Hugmyndahúsinu. Til stuðnings eru sérfræðingar úr samfélaginu sem veita ráðgjöf varðandi undirbúning-, stofnun- og rekstur fyrirtækja.??Á miðvikudögum kl. 17:00 – 18:30 heldur Hugmyndahúsið – Ásbrú sína vikulega fundi, þar sem fræðsla, stuðningur og samvinna eru í fyrirrúmi. Hægt er að koma að starfsseminni með ýmsum hætti og er Hugmyndahúsið – Ásbrú ætlað öllum þeim sem:??• Ganga með hugmyndir og vilja koma þeim í framkvæmd?• Vilja vinna að hugmyndum með öðrum þ.e. eigin hugmyndum og/eða annarra?• Langar að leggja hugmyndum lið með sérþekkingu sinni eða vinnukrafti?• Óska eftir að fjárfesta í nýjum tækifærum?• Vilja styðja við nýsköpun, jafnt einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki?• Vilja stuðla að atvinnusköpun á Suðurnesjum??Hugmyndahúsið – Ásbrú (áður „Hugmyndir vantar fólk“) hefur starfað síðan um miðjan febrúar síðastliðinn. Á þessum tíma hafa komið inn á borð ýmsar áhugaverðar hugmyndir.? ?Hugmyndirnar eru úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins og má segja að þær séu jafnólíkar og þær eru margar. Allar hugmyndir, jafnt stórar sem smáar rúmast innan Hugmyndahússins. Það eina sem þarf að gera við hugmyndir er að koma þeim í framkvæmd. ??Látum drauma okkar og hugmyndir verða að veruleika. Leitum í Hugmyndahúsið – Ásbrú og fáum þá fræðslu og aðstoð sem við þurfum til. ??Hugmyndahúsið – Ásbrú, hefur aðsetur í Virkjun að Flugvallarbraut 740, Ásbrú, Reykjanesbæ.
Nánari upplýsingar eru hjá verkefnastjóra á [email protected] eða [email protected]