Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Viktor Kjartansson kjörinn formaður Sjálfstæðismanna í Keflavík
Föstudagur 5. desember 2003 kl. 18:51

Viktor Kjartansson kjörinn formaður Sjálfstæðismanna í Keflavík

Aðalfundur Sjálfstæðisfélagsins í Keflavík var haldinn 26. nóvember síðastliðinn. Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf en alþingismennirnir Guðjón Hjörleifsson og Kjartan Ólafsson voru sérstakir heiðursgestir. Viktor B. Kjartansson tölvunarfræðingur var kjörinn formaður. Viktor var varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Keflavík og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi. Einnig var Viktor fyrsti formaður Heimis ungra sjálfstæðismanna þegar félögin í Keflavík og Njarðvík sameinuðust í eitt félag 1994. Aðrir í stjórn voru kjörnir Sigurður Garðarsson, Ottó Jörgensen, Svanlaug Jónsdóttir, Halldór Björnsson, Jón Axelsson og Magnea Guðmundsdóttir.

Málefnalegar umræður voru um atvinnu- og menntamálum og sátu þingmenn fyrir svörum fundarmanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024