Föstudagur 22. september 2006 kl. 09:40
Viktor gefur ekki kost á sér
Viktor B. Kjartansson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjanesbæ, hyggst ekki gefa kost á sér í komandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Viktor vill þakka þeim fjölmörgu sem hafa hvatt hann til framboðs og vonast eftir öflugu prófkjöri og heiðarlegri baráttu.