Víkingaheimar of áhættusamir fyrir Flugstöðina!
Samkvæmt frétt í Fréttablaðinu 22. maí 2006 sl. óskaði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ eftir því við stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf (FLE) að FLE kæmi að Víkingaheimum sem hluthafi að andvirði krónur 25 milljónir. Helstu sérfræðingar FLE fóru yfir viðskiptaáætlanir bæjarstjórans og var niðurstaða þeirrar greiningar að um of áhættusama fjárfestingu væri að ræða fyrir Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf.
Vikingaheimar fjármagnaðir með skattfé íbúa Reykjanesbæjar!
Ég sem íbúi í þessu sveitarfélagi hlýt því að velta fyrir mér í hvað bæjarstjórinn sé að setja mína skattpeninga. Er verið að setja skattfé almennings í Reykjanesbæ í áhættusaman rekstur sem ætti að vera á hendi einkaaðila en ekki sveitarfélagsins ?
Síðan hvenær er það í verkefnahring sveitarfélaga að vera kjölfestu-fjárfestir í áhættusamri viðskiptahugmynd? Hingað til hef ég staðið í þeirri trú að mitt skattfé fari m.a. í menntun barnanna okkar í Reykjanesbæ, þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins, í eflingu menningar og lista o.s.frv.
ER ÞETTA FORSVARANLEGT?
Hilmar Hafsteinsson
Reykjanesbæ.
Vikingaheimar fjármagnaðir með skattfé íbúa Reykjanesbæjar!
Ég sem íbúi í þessu sveitarfélagi hlýt því að velta fyrir mér í hvað bæjarstjórinn sé að setja mína skattpeninga. Er verið að setja skattfé almennings í Reykjanesbæ í áhættusaman rekstur sem ætti að vera á hendi einkaaðila en ekki sveitarfélagsins ?
Síðan hvenær er það í verkefnahring sveitarfélaga að vera kjölfestu-fjárfestir í áhættusamri viðskiptahugmynd? Hingað til hef ég staðið í þeirri trú að mitt skattfé fari m.a. í menntun barnanna okkar í Reykjanesbæ, þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins, í eflingu menningar og lista o.s.frv.
ER ÞETTA FORSVARANLEGT?
Hilmar Hafsteinsson
Reykjanesbæ.