Víkingaheimar of áhættusamir fyrir Flugstöðina!

Vikingaheimar fjármagnaðir með skattfé íbúa Reykjanesbæjar!
Ég sem íbúi í þessu sveitarfélagi hlýt því að velta fyrir mér í hvað bæjarstjórinn sé að setja mína skattpeninga. Er verið að setja skattfé almennings í Reykjanesbæ í áhættusaman rekstur sem ætti að vera á hendi einkaaðila en ekki sveitarfélagsins ?
Síðan hvenær er það í verkefnahring sveitarfélaga að vera kjölfestu-fjárfestir í áhættusamri viðskiptahugmynd? Hingað til hef ég staðið í þeirri trú að mitt skattfé fari m.a. í menntun barnanna okkar í Reykjanesbæ, þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins, í eflingu menningar og lista o.s.frv.
ER ÞETTA FORSVARANLEGT?
Hilmar Hafsteinsson
Reykjanesbæ.