Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Viðvíkjandi Reykjanesið
Sunnudagur 27. mars 2016 kl. 14:05

Viðvíkjandi Reykjanesið

Verndum og stöndum vörð um náttúruperlur Íslands. Þetta land er ólíkt öllum öðrum löndum og sérstætt eins og við vitum. Þess vegna koma líka margir ferðamenn hingað til lands. Þeir vilja flestir sjá sem mest ósnortna náttúru hér. Ósnert náttúra er að verða æ sjaldgæfari í heiminum. Þess vegna, - því fleiri mannvirki, því verra.

Það var því leiðinlegt að frétta að það standi til að byggja fleiri hús við Reykjanesvita. Þetta myndi rýra svæðið verulega með tilliti til upplifunar af náttúrunni þar. Stærðar hús með hóteli myndi líka skyggja á útsýnið. Ósk mín og margra annarra er: Ekki skemma svæðið með því!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elísabet D. Eiríksdóttir