Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Video: Vafasamt ef Suðurnesjamaður fær ekki sæti Hjálmars
Mánudagur 22. janúar 2007 kl. 02:47

Video: Vafasamt ef Suðurnesjamaður fær ekki sæti Hjálmars

Hjálmar Árnason horfir til þess að Suðurnesjamaður komi í hans stað í þriðja sæti framboðslista Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi fyrir næstu Alþingiskosningar. Hann telur það í raun afskaplega vafasamt ef svo verður ekki. Hjálmar ætlar að hætta afskiptum af stjórnmálum þegar kjörtímabilinu lýkur í vor og snúa sér að öðrum málum. Þetta segir hann í viðtali við Víkurfréttir í Vefsjónvarpinu hér á forsíðu vf.is.

Meðal nafna sem upp hafa komið í umræðunni meðal Framsóknarmanna er nafn Petrínu Baldursdóttur leikskólastjóra í Grindavík og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins í Grindavík. Hún sat á þingi fyrir rúmum áratug síðan fyrir Alþýðuflokkinn. Petrína er sögð hafa persónufylgi á Suðurnesjum og að framboð Petrínu muni styrkja listann mjög í kjördæminu.


Sjá ítarlegt viðtal við Hjálmar Árnason alþingismann í Vefsjónvarpi Víkurfrétta.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024