Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Video: Spenna hjá Framsókn í Suðurkjördæmi
Föstudagur 12. janúar 2007 kl. 12:39

Video: Spenna hjá Framsókn í Suðurkjördæmi

Frambjóðendur í prófkjöri Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi kynntu málefni sín og sátu fyrir svörum í Framsóknarhúsinu í Reykjanesbæ í gærkvöldi.

Mæting var nokkuð góð enda er mikil spenna í baráttunni um forystusætið á milli Guðna Ágústssonar og Hjálmars Árnasonar.

Ekki var að greina mikinn mun á áherslum frambjóðendanna sem lögðu m.a. áherslu á uppbyggingu í atvinnumálum í kjördæminu, úrbætur í málefnum lífeyris- og séreignasjóða og þjóðlendumálin bar einnig á góma.

Þá tók enginn frambjóðandi afdráttalausa afstöðu með, eða á móti álveri og annars konar stóriðju í Helguvík. Flestir voru hlynntir nýtingu landsgæða en lögðu áherslu á að unnið yrði í sátt við náttúru og íbúa svæðisins.

Þrátt fyrir að spennu hafi gætt á milli Hjálmars og Guðna í kjölfar óvæntrar ákvörðunar Hjálmars um að gefa kost á sér í fyrsta sætið líkt og Guðni, báru þeir af sér allt tal um ósætti í samtali við víkurfréttir. Sögðust báðir vera sigurvissir fyrir prófkjörið sem fer fram þann 20. þessa mánaðar, en vildu hvorugur gefa neitt út um framtíð sína í stjórnmálum ef til þess kæmi að þeir hlytu ekki fyrsta sætið.

 

Sjá frétt og viðtöl í Vefsjónvarpi Víkurfrétta á forsíðu vf.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024