Viðbrögð leiðtogana í Reykjanesbæ vegna könnunar Víkurfrétta
Víkurfréttir fengu viðbrögð leiðtogana í Reykjanesbæ vegna könnunarinnar sem Gallup gerði fyrir Víkurfréttir og voru birt í blaði Víkurfrétta í dag. Könnunin sýndi fram á að Sjálfstæðismenn fengu 6 bæjarfulltrúa kjörna eða 50,9% atkvæða, Samfylkingin fengi 31,6% eða 3 menn í bæjarstjórn og Framsókn 17,6 % og tvo menn í bæjarstjórnJóhann Geirdal: “Við erum greinilega að bæta við okkur frá síðustu könnun, þetta er alveg í samræmi við það sem við finnum. Straumurinn er að aukast til okkar síðan frá síðustu könnun og það sé greinilega leiðin til að koma sjálfstæðismönnum úr meirihluta”
Kjartan Már Kjartansson: “Það eru ekki góðar fréttir ef Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta og ég treysti kjósendum að svo verði ekki. Hvorki Sjálfstæðisflokkur, né annar stjórnmálaflokkur hefur gott af því að vera með hreinan meirihluta í bæjarstjórn.
Í núverandi meirihluta hefur það verið verk okkar framsóknarmanna að draga úr hægri- og frjálshyggjuöfgum hjá nokkrum bæjarfulltrúum sjálfstæðisflokks og reynt að draga þeirra skoðanir inn á miðjuna” sagði Kjartan Már Kjartansson, oddviti Framsóknarflokksins.
Kjartan sagði einnig að nú væru tvær vikur til kosninga og það að margt gott gæti gerst.
Árni Sigfússon: “Við erum mjög þakklát fyrir góðan stuðning við frambjóðendur D- listans. Könnunin sýnir að okkur er ennþá vel tekið og það gleður okkur mjög” sagði Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna aðspurður um könnunina.
Kjartan Már Kjartansson: “Það eru ekki góðar fréttir ef Sjálfstæðisflokkur fengi hreinan meirihluta og ég treysti kjósendum að svo verði ekki. Hvorki Sjálfstæðisflokkur, né annar stjórnmálaflokkur hefur gott af því að vera með hreinan meirihluta í bæjarstjórn.
Í núverandi meirihluta hefur það verið verk okkar framsóknarmanna að draga úr hægri- og frjálshyggjuöfgum hjá nokkrum bæjarfulltrúum sjálfstæðisflokks og reynt að draga þeirra skoðanir inn á miðjuna” sagði Kjartan Már Kjartansson, oddviti Framsóknarflokksins.
Kjartan sagði einnig að nú væru tvær vikur til kosninga og það að margt gott gæti gerst.
Árni Sigfússon: “Við erum mjög þakklát fyrir góðan stuðning við frambjóðendur D- listans. Könnunin sýnir að okkur er ennþá vel tekið og það gleður okkur mjög” sagði Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna aðspurður um könnunina.