Viðbragðsáætlun fyrir íþróttahreyfinguna
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) í samstarfi við Reykjanesbæ, Íþrótta-og ólympíusamband Íslands og Lögregluna í Keflavík hefur undanfarið staðið fyrir námskeiðum fyrir þjálfara allra deilda og félaga innan ÍRB.
Á þessum námskeiðum hefur m.a. verið fjallað um, tilgang með barna-og unglingastarfi íþróttafélaga, skilgreiningu á árangri og hvað er árangur. Einnig um þjálfarann sem fyrirmynd og samskipti þjálfarans við iðkendur og foreldra. Þá var einnig fjallað um að greina óæskilega hegðun/óæskilegt ferli og tekið á þáttum eins og einelti, neyslu hjá iðkendum og vanlíðan þeirra.
Einn veigamesti hlutinn í þessum námskeiðum var innleiðing verklagsreglna og viðbragðsáætlana fyrir íþróttafélögin. Hvernig eiga þjálfarar og eða stjórnarmenn að bregðast við ef grunur kemur upp um t.d. einelti, neyslu ólöglegra efna, hegðunarmynstur iðkandans breytist og iðkandi verður fyrir alvarlegu slysi (jafnvel dauðsfalli). Sjá viðbragðsáætlun hér til hliðar.
Ef grunur þjálfara og stjórnarmanna er á rökum reistur er málinu vísað til faghóps á vegum Reykjanesbæjar sem tekur við málinu og leggur fram tillögur um áframhald málsins til stjórnar félagsins.
Námskeiðunum lauk með fundi sem haldinn var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja miðvikudagskvöldið 15. mars s.l. Foreldrum barna og unglinga sem iðka íþróttir og stjórnarfólki í íþróttahreyfingunni var boðið á þann fund. Á þeim fundi var öllum þjálfurum sem sótt höfðu námskeiðin afhentar möppur og eintak af viðbragðsáætlun.
Þá hefur stjórn ÍRB sett inn upplýsingar frá námskeiðunum og viðbragðsáætlunina inn á vef bandalagsins, www.irb.is/hjalp.
Þess má geta að Forvarnarsjóður Reykjanesbæjar styrkti þetta verkefni um 400.000 krónur og er þeirri fjárhæð vel varið.
Undiritaður vill að lokum óska ÍRB til hamingju með að hafa farið í þessa vinnu sem svo sannarlega var nauðsynleg og þakka fyrir samstarfið bæði í undirbúningsnefnd, við stjórn ÍRB og sérstaklega formann ÍRB, Jóhann B. Magnússon.
Ragnar Örn Pétursson
Forvarnar-og æskulýðsfulltrúi Reykjanesbæjar
Á þessum námskeiðum hefur m.a. verið fjallað um, tilgang með barna-og unglingastarfi íþróttafélaga, skilgreiningu á árangri og hvað er árangur. Einnig um þjálfarann sem fyrirmynd og samskipti þjálfarans við iðkendur og foreldra. Þá var einnig fjallað um að greina óæskilega hegðun/óæskilegt ferli og tekið á þáttum eins og einelti, neyslu hjá iðkendum og vanlíðan þeirra.
Einn veigamesti hlutinn í þessum námskeiðum var innleiðing verklagsreglna og viðbragðsáætlana fyrir íþróttafélögin. Hvernig eiga þjálfarar og eða stjórnarmenn að bregðast við ef grunur kemur upp um t.d. einelti, neyslu ólöglegra efna, hegðunarmynstur iðkandans breytist og iðkandi verður fyrir alvarlegu slysi (jafnvel dauðsfalli). Sjá viðbragðsáætlun hér til hliðar.
Ef grunur þjálfara og stjórnarmanna er á rökum reistur er málinu vísað til faghóps á vegum Reykjanesbæjar sem tekur við málinu og leggur fram tillögur um áframhald málsins til stjórnar félagsins.
Námskeiðunum lauk með fundi sem haldinn var í Fjölbrautaskóla Suðurnesja miðvikudagskvöldið 15. mars s.l. Foreldrum barna og unglinga sem iðka íþróttir og stjórnarfólki í íþróttahreyfingunni var boðið á þann fund. Á þeim fundi var öllum þjálfurum sem sótt höfðu námskeiðin afhentar möppur og eintak af viðbragðsáætlun.
Þá hefur stjórn ÍRB sett inn upplýsingar frá námskeiðunum og viðbragðsáætlunina inn á vef bandalagsins, www.irb.is/hjalp.
Þess má geta að Forvarnarsjóður Reykjanesbæjar styrkti þetta verkefni um 400.000 krónur og er þeirri fjárhæð vel varið.
Undiritaður vill að lokum óska ÍRB til hamingju með að hafa farið í þessa vinnu sem svo sannarlega var nauðsynleg og þakka fyrir samstarfið bæði í undirbúningsnefnd, við stjórn ÍRB og sérstaklega formann ÍRB, Jóhann B. Magnússon.
Ragnar Örn Pétursson
Forvarnar-og æskulýðsfulltrúi Reykjanesbæjar