Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Við höfum verk að vinna fyrir Suðurkjördæmi
Laugardagur 8. desember 2012 kl. 15:21

Við höfum verk að vinna fyrir Suðurkjördæmi

Til að endurheimta glataðan kaupmátt og minnka skuldir þarf að framleiða útflutningsvöru fyrir þjóð sem er enn í vörn. Lækka skatta á fjölskyldur og fyrirtæki, en stækka skattstofnana með aukinni verðmætasköpun, hærri launum og meiri veltu í samfélaginu sem innistæða er fyrir. Svikin loforð um afnám verðtryggingar húsnæðislána og lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána er skammarlegt. Endurskipulagning skulda heimilanna er forsenda fyrir auknum hagvexti og framtíðaruppbyggingu íslensks þjóðfélags. Ef ekki verður snúið við af leið stöðnunar og lífi blásið í atvinnulífið er til lítils fyrir tilvonandi þingmann að eiga sér draum um bættan hag heimila og atvinnulífs. Ég ber þó þá von í brjósti að ég og kjósendur í Suðurkjördæmi eigum samleið til að tryggja bjarta framtíð í kjördæminu og landinu öllu. Að því vil ég vinna og stend við það sem ég lofa.

Mismunun í byggðarmálum;
Á undanförnum mörgum árum hefur átt sér stað mikil mismunun á framlögum ríkisins til samtaka sveitarfélaga. Stefna stjórnvalda í byggðarmálum hefur komið illa niður á Suðurlandi og Suðurnesjum í mörgum málaflokkum eins og sjá má í tölulegum samanburði frá árinu 2010. Framlögin eru miðuð við krónur á íbúa og með öllu óskiljanlegt hvernig ríkið hefur látið kjördæmið dragast aftur úr öðrum kjördæmum í öllum málaflokkum. Hér eru dæmin;


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 


Samkvæmt sömu heimildum eru íbúar á Suðurnesjum 67 ára og eldri 1.623 einstaklingar en hjúkrunarrými 84. Vesturland er með 1.664 íbúa á þessum aldri en þar eru 221 hjúkrunarrými.
Sú mismunun sem fram kemur í þessum tölum er óþolandi fyrir íbúa í Suðurkjördæmi. Það hefur vakið undrun mína hvað lítið hefur verið fjallað um þessi mál. Ég ætla að berjast fyrir brýnum leiðréttingum á þessum grundvallarmálum. Ég mun ekki linna látum fyrr en leiðréttingar fást! Ég sækist eftir þingsæti í Suðurkjördæmi. Takist mér ekki ætlunarverkið verður seta mín skammvinn á þingi! Því lofa ég! En til þess þarf ég stuðning þinn í komandi prófkjöri sjálfstæðismanna þann 26. janúar nk. Við vinnum þetta á mannlegum nótum!

Ásmundur Friðriksson fv. bæjarstjóri
Sækist eftir 3. sæti í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar nk.