Við erum stoltir og ábyrgir hundaeigendur! En þú?
Við erum hópur fólks sem eigum það sameiginlegt að vera hundaeigendur. Sem slíkir þykir okkur afar skemmtilegt að ganga um fallegan bæinn okkar, viðra okkur sjálf og hundana okkar. Þegar við mætum fólki viljum við gjarnan að það brosi til okkar og bjóði góðan daginn. En ef áfram heldur sem horfir þá verða hundaeigendur allir sem einn litnir hornauga fyrr en síðar, af hverju? Allir sem ganga reglulega um bæinn okkar og lesa þessar línur vita af hverju! Við hvetjum alla hundaeigendur að sýna nú samstöðu og hreinsa upp eftir hundana sína. Þá getum við áfram gengið um stíga og götur bæjarins með hundana, bæjarbúum, okkur sjálfum og ekki síst hundunum okkar til yndis og ánægju
Hópur ábyrgra hundaeigenda í Reykjanesbæ