Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

VG tefur Helguvík
Þriðjudagur 31. mars 2009 kl. 14:51

VG tefur Helguvík

Atvinnuleysi er mikið áhyggjuefni, ekki hvað síst á Suðurnesjum þar sem fjöldi atvinnulausra er nú 14% af íbúum eða um 1900 manns. Þar hafa menn lengi reynt að byggja upp fleiri stoðir undir atvinnulífið, s.s. með fjárfestingu í ferðaþjónustu, uppbyggingu Keilis og hugmyndum um heilsutengda ferðaþjónustu.  Jafnframt hafa menn horft til uppbyggingar stóriðju í Helguvík.

Norðurál hefur þegar hafið framkvæmdir, en telur lykilforsendu til að ljúka fjármögnun á verkefninu að gengið verði frá fjárfestingarsamningi við íslenska ríkið.  Samningsdrögin hafa verið tilbúin um hríð og  Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, lagði svo loks fram stjórnarfrumvarp um heimild til samninga um álver í Helguvík.

Strax þá kom í ljós að ekki stóð öll ríkisstjórnin að þessu stjórnarfrumvarpi.  Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, lýsti því yfir að hún væri algjörlega á móti málinu, enda ættu Suðurnesjamenn væntanlega að finna sér "eitthvað annað að gera".

Stóra spurning var hins vegar hvort hún væri ein í þessari afstöðu sinni eða hvort ágreiningurinn væri algjör á milli stjórnarflokkanna.  Í meðferðum þingsins er að koma í ljós að ágreiningurinn milli Samfylkingarinnar og VG er djúpstæður,- og að VG virðist ætla að gera allt til að tefja eða drepa málið.

Þjóðin hlýtur því að spyrja sig hvort þetta verði venjan ef ríkisstjórnarflokkarnir fá meirihluta eftir kosningar.  Að í hvert skipti sem atvinnuskapandi verkefni komi á dagskrá, muni VG tefja málið og drepa því á dreif, jafnvel þótt meirihluti sé fyrir því á þinginu.

Eygló Þóra Harðardóttir
þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024