VG opnar kosningamiðstöð á Suðurnesjum
Vinstri hreyfingin Grænt framboð í Suðurkjördæmi opnaði kosningamiðstöð í Grófinni 7 í Keflavík á laugardaginn. Þar fluttu ávörp frambjóðendurnir Alti Gíslason og Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða) og þingmennirnir Kolbrún Halldórsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon. Einnig voru tónlistaratriði.
Kosningamiðstöðin verður opin kl. 10-12 og 14-16 á virkum dögum frá fimmtudeginum 15. mars að telja. Einnig á mánudags- og fimmtudagskvöldum og um hádegisbil á laugardögum. Þar verður fjölbreytt dagskrá með lifandi tónlist, upplestri, kvikmyndum, umræðufundum um ýmiss málefni - og umfram allt óformlegu spjalli þar sem fólk alls staðar af Suðurnesjum getur kynnst frambjóðendum og stefnu flokksins og jafnframt tekið þátt í að móta málefnaáherslur í Suðurkjördæmi. Það verður alltaf heitt á könnunni og oft súpa eða annað góðgæti.
Síminn í kosningamiðstöðinni er 421 3438 og netfang fyrst um sinn [email protected]
Meðfylgjandi mynd var tekin á opnunarathöfninni.
Frá vinstri: Marta Guðrún Jóhannesdóttir úr Garði (frambjóðandi í 12. sæti); Atli Gíslason oddviti listans; Ragnheiður Eiríksdóttir úr Keflavík (frambjóðandi í 3. sæti) og Alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Kolbrún Halldórsdóttir.