VG í Suðurkjördæmi: Suðurnesjamaður í 2. sæti
Þórunn Friðriksdóttir kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja verður í 2. sæti á lista Vinstri Grænna í Suðurkjördæmi samkvæmt tillögu uppstillingarnefndar. Kolbeinn Óttarsson Proppé varaborgarfulltrúi vinstri grænna í Reykjavík verður efsti maður á listanum. Í þriðja sæti verður Ólafía Jakobsdóttir fyrrverandi sveitarstjóri í Skatfárhreppi og Þorsteinn Ólafsson dýralæknir verður í fjórða sæti, en hann er formaður uppstillingarnefndar í Suðurkjördæmi. Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur sem orðaður var við fyrsta sætið er ekki á blaði.
Kjördæmisráðsfundur þar sem gengið er frá listanum verður um helgina og verður hann væntanlega haldinn í Rangárvallasýslu.
Kjördæmisráðsfundur þar sem gengið er frá listanum verður um helgina og verður hann væntanlega haldinn í Rangárvallasýslu.