Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

VG ályktar um málefni á Suðurnesjum
Þriðjudagur 26. september 2006 kl. 08:50

VG ályktar um málefni á Suðurnesjum

Álykanir aðalfundar kjördæmisráðs Vinsti hreyfingarinnar græns framboðs sem haldinn var á Selfossi 23.9.06

Brottför hersins og utanríkisstefnan
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi 23.sept. 2006 fagnar því að Bandaríkjaher er á förum frá Íslandi og skorar á stjórnvöld að endurnýja ekki varnarsamninginn við Bandaríkin og að ganga úr NATO, svo Ísland verði aftur frjást og óháð eins og heitið var 1918.
Fundurinn mótmælir því að Bandaríkjaher verði leystur undan þeim skyldum sínum að hreinsa eftir sig og mótmælir þeirri eftirgjöf  sem ríkisstjórnin viðhefur í samningagerðinni. Fundurinn leggur til að eignir hersins á Miðnesheiði verði þjóðnýttar í þágu atvinnuuppbyggingar á svæðinu.
Ein helsta ógn við öryggi okkar nú – og ljótasti bletturinn á utanríkisstefnu landsins - er skilyrðislaus stuðningur íslenskra stjórnvalda við hernaðinn í Írak. Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að draga þann stuðning til baka áður en meira illt hlýst af.

Eldfjallagarður á Reykjanesskaga
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi 23.sept. 2006 lýsir yfir stuðningi við þá framtíðarsýn náttúruverndarsamtakanna Landverndar að drjúgur hluti Reykjanesskagans frá Þingvöllum að Reykjanestá verði friðlýstur sem Eldfjallagarður og fólkvangur í þágu náttúruverndar, útivistar og ferðaþjónustu.

Sjávarútvegsstefnan
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi 23.sept. 2006skorar á ríkisstjórnina að endurskoða sjávarútvegsstefnuna með það að markmiði að afnema núverandi kvótakerfi.

Samgöngur til Vestmannaeyja
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi 23.sept. 2006 átelur harðlega þær tafir sem orðið hafa á ákvörðunum um úrbætur í samgöngum til Vestmannaeyja. Núverandi ástand er langt frá því að teljast ásættanlegt og því ber þegar í stað hefjast handa um raunhæfar úrbætur.
Samhljóða

Stækkurn friðlandsins í Þjórsárverum
Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Suðurkjördæmi haldinn á Selfossi 23.sept. 2006 lýsir yfir ánægju með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að lón og veitur austan Arnarfells hins mikla í Þjórsárverum séu ólögmætar og þurfi að fara í umhverfismat. Þessar framkvæmdir voru ekki kynntar og metnar með lögformlegum hætti.
Jafnframt er Landsvirkjun hvött til þess að lýsa því yfir að fallið verði frá öllum hugmyndum um frekari framkvæmdir í efri hluta Þjórsár. Þá er skorað á Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að hlutast til um það að friðlandið í Þjórsárverum verði stækkað nú þegar eins og komið hafa fram óskir og tillögur um frá heimamönnum, náttúruverndarsamtökum og þingflokki VG.
Samhljóða


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024