Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 9. nóvember 2001 kl. 10:00

Vetrarstarfið hafið hjá kvenfélaginu

Nú er vetrarstarfið hafið hjá okkur í Kvenfélaginu í Njarðvík, tvö föndurnámskeið hafa verið haldin á vegum félagsins, annað námskeiðið var málun á tré sem Mekkín Ísleifsdótir sá um og hitt námskeiðið var þrívíddarmyndir úr servéttum sem María Jóhannsdóttir sá um. Bæði námskeiðin voru vel sótt. Þá er fyrirhugað þorrablót á vegum félagsins fyrsta laugardag á þorra að venju, en þau hafa alltaf verið vel sótt.
Næsti fundur félagsins verður mánudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Þá munum við pakka og dreifa kertm sem við ætlum að selja til ágóða fyrir félagið. Kertin eru frá kertagerðinni Jöklaljós í Sandgerði, rauð og hvít með gylltu hrauni, ætluð til að nota um jól eða áramót.
Við minnum konur á að mæta á fundinn.
Einnig eru nýjar konur velkomnar í félagið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024