Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Verum sanngjörn og náum árangri
Laugardagur 21. maí 2005 kl. 17:22

Verum sanngjörn og náum árangri

Alveg er ég hættur að botna í sumum mönnum hér suðurfrá.  Nú hafa nokkrar æsingagreinar komið fram í fjölmiðlum þar sem ráðist er af hörku á einstaklinga.  Fyrst Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðarráðherra, og svo beina menn nú all ákaflega spjótum sínum að undirrituðum.  Og hvert er tilefnið?  HS, Helguvíkurhöfn og Norðurál hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um hugsanlegt álver í Helguvík.  Iðnaðarráðherra tjáði sig um málið og hafa orð hennar verið túlkuð með ólíkindum.  Kjarninn í málflutningi ráðherra var sá að menn skyldu ekki byrja að fagna of  fljótt.  Hún sagði í viðtali við RÚV að sannarlega samgleddist hún Suðurnesjamönnum ef af framkvæmd yrði.  En það er löng leið frá viljayfirlýsingu til framkvæmda.  Það vita allir.

Ágætu Suðurnesjamenn.  Er þetta ekki kjarni málsins.  Viljayfirlýsingin lofar góðu.  Og sannarlega skulum við vona að framkvæmdir um álver í Helguvík gangi eftir.  Við hljótum líka öll að geta verið sammála um að reynsla okkar af slíkum viljayfirlýsingum er blendin.  Við munum öll vonbrigðin vegna Keilisness.  Við munum líka vonbrigðin vegna magnesíumverksmiðjunnar.  Og stálpípan kveikti sannarlega miklar vonir fyrir um fjórum árum – bæði í mínu brjósti og annarra.  Þeim mun meiri verða vonbrigðin ef ekkert rætist úr.  Þess vegna ríður á að standa saman og vinna með öllum sem að þurfa og vilja að koma.  Skapa sátt og samstöðu til að ná árangri.  Og það gerum við ekki með skítkasti eða persónulegum árásum.  Vinnum samhent, faglega og örugglega að settu marki.  Þá náum við árangri.  Þá vilja fjárfestar leggja fé í verkefni hér suðurfrá.  Ogh þá verður líka full ástæða til að fagna hressilega. En sundurlyndisfjandinn bara fælir frá.

Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024