Veruleikafirrtir stjórnmálamenn fá einn á snúðinn frá kjósendum
Það er með hreinum ólíkindum að lesa Fréttablaðið nú í morgun, og skoða niðurstöður kosninganna um sameiningar sveitafélaga vítt og breitt um landið, sem fram fóru í gær. Kjósendur, það er íbúar í þeim sveitafélögum sem málið varðar sýndu hug sinn með afgerandi hætti. Í flestum þeirra skrópuðu kjósendur unnvörpum á kjörstað, eða sögðu hreinlega NEI með yfirgnæfandi meirihlutum greiddra atkvæða.
Þetta er mikill áfellisdómur. Ekki síst fyrir þá stjórnmálamenn sem bera höfuðábyrgð á þessum misheppnaða herleiðangri. Þar fara fremstir í flokki þingmenn Framsóknarflokksins þeir Árni Magnússon og Hjálmar Árnason. Sá fyrrnefndi er félagsmálaráðherra, en hinn síðarnefndi var formaður svokallaðrar verefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga sem félagsmálaráðherra skipaði í desember 2003 en Hjálmar var formaður hennar.
Sjálfstæðismenn koma líka að klúðrinu. Tveir af þrem í verkefnisstjórninni voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem nú vill verða borgarstjóri Reykjavíkur og Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í þessu má svo líka finna Samfylkingarmenn, eins og lesa má um í þessari skýrslu sameiningarnefndarinnar
http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/efling/skyrsla_sameiningarnefndar_lokatillogur31032005.pdf .
Frjálslyndi flokkurinn fékk hvergi að koma nálægt þessu starfi. Við vorum hunsuð þegar skipað var í þessa nefnd á sínum tíma. Mótmæltum því en á það var ekki hlustað. Hinir sjálfskipuðu snillingar í sveitastjórnarmálum ætluðu að sitja einir að sínum snilldarverkum.
Þrátt fyrir þetta höfum við fylgst vel með, ekki síst með því að vera í sambandi við fólk sem býr í hinum ýmsu sveitarfélögum. Þannig höfum við þreifað á æðaslögum þjóðfélagsins, og fundið greinilega að víðast er mikil andstaða við sameiningar meðal kjósenda. Jafnvel er það svo að víða vill fólk að sveitafélög sem þegar hafa verið sameinuð, skilji aftur að borði og sæng. Þetta er meðal annars ástæða þess að Sigurjón Þórðarson félagi minn frumvarp sem gerir sveitarfélögum sem sameinast hafa á undanförnum 15 árum, að skilja á ný kjósi íbúar svo. Hann greinir frá því á heimasíðu sinni http://www.althingi.is/sigurjon/safn/001993.html#001993 .
Niðurstöðurnar í þessum sameiningakosningum sýna að þeir alþingsmenn sem komu að þessu starfi eru hvergi í tengslum við fólkið í landinu. Þetta gildir ekki síst um Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Þingmenn þeirra flokka eru hættir að tala við venjulegt fólk, en ræða einungis við jámenn og -konur. Þeir loka augum og eyrum fyrir gagnrýni.
Á forsíðu Fréttablaðsins bítur félagsmálaráðherra svo höfuðið af skömminni og reynir í fyrirsögn að kenna sveitarstjórnarmönnum um þetta klúður. Hann ætti að skammast sín. Maðurinn er veruleikafirrtur. Svona stjórnmálamenn eins og Árni Magnússon og Hjálmar Árnason, eru lélegir stjórnmálamenn og reynast eigin þjóð dýrir á fóðrum þegar upp er staðið.
Hvað skyldi þetta mislukkaða sameiningarævintýri undir stjórn Framsóknar í Íhalds hafa kostað okkur mælt í peningum?
Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.
Þetta er mikill áfellisdómur. Ekki síst fyrir þá stjórnmálamenn sem bera höfuðábyrgð á þessum misheppnaða herleiðangri. Þar fara fremstir í flokki þingmenn Framsóknarflokksins þeir Árni Magnússon og Hjálmar Árnason. Sá fyrrnefndi er félagsmálaráðherra, en hinn síðarnefndi var formaður svokallaðrar verefnisstjórnar um eflingu sveitarstjórnarstigsins og sameiningu sveitarfélaga sem félagsmálaráðherra skipaði í desember 2003 en Hjálmar var formaður hennar.
Sjálfstæðismenn koma líka að klúðrinu. Tveir af þrem í verkefnisstjórninni voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem nú vill verða borgarstjóri Reykjavíkur og Arnbjörg Sveinsdóttir formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Í þessu má svo líka finna Samfylkingarmenn, eins og lesa má um í þessari skýrslu sameiningarnefndarinnar
http://www.felagsmalaraduneyti.is/media/efling/skyrsla_sameiningarnefndar_lokatillogur31032005.pdf .
Frjálslyndi flokkurinn fékk hvergi að koma nálægt þessu starfi. Við vorum hunsuð þegar skipað var í þessa nefnd á sínum tíma. Mótmæltum því en á það var ekki hlustað. Hinir sjálfskipuðu snillingar í sveitastjórnarmálum ætluðu að sitja einir að sínum snilldarverkum.
Þrátt fyrir þetta höfum við fylgst vel með, ekki síst með því að vera í sambandi við fólk sem býr í hinum ýmsu sveitarfélögum. Þannig höfum við þreifað á æðaslögum þjóðfélagsins, og fundið greinilega að víðast er mikil andstaða við sameiningar meðal kjósenda. Jafnvel er það svo að víða vill fólk að sveitafélög sem þegar hafa verið sameinuð, skilji aftur að borði og sæng. Þetta er meðal annars ástæða þess að Sigurjón Þórðarson félagi minn frumvarp sem gerir sveitarfélögum sem sameinast hafa á undanförnum 15 árum, að skilja á ný kjósi íbúar svo. Hann greinir frá því á heimasíðu sinni http://www.althingi.is/sigurjon/safn/001993.html#001993 .
Niðurstöðurnar í þessum sameiningakosningum sýna að þeir alþingsmenn sem komu að þessu starfi eru hvergi í tengslum við fólkið í landinu. Þetta gildir ekki síst um Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn. Þingmenn þeirra flokka eru hættir að tala við venjulegt fólk, en ræða einungis við jámenn og -konur. Þeir loka augum og eyrum fyrir gagnrýni.
Á forsíðu Fréttablaðsins bítur félagsmálaráðherra svo höfuðið af skömminni og reynir í fyrirsögn að kenna sveitarstjórnarmönnum um þetta klúður. Hann ætti að skammast sín. Maðurinn er veruleikafirrtur. Svona stjórnmálamenn eins og Árni Magnússon og Hjálmar Árnason, eru lélegir stjórnmálamenn og reynast eigin þjóð dýrir á fóðrum þegar upp er staðið.
Hvað skyldi þetta mislukkaða sameiningarævintýri undir stjórn Framsóknar í Íhalds hafa kostað okkur mælt í peningum?
Magnús Þór Hafsteinsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins.