Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 23. apríl 1999 kl. 21:29

VERKIN TALA

Hjálmar Árnason og mannvirkin í Rockville Hjálmar Árnason alþingismaður hefur sannað það með dugnaði sínum og framsýni að þar fer maður sem lætur verkin tala. Á sínu fyrsta kjörtímabili hefur hann oft látið að sér kveða, í atvinnumálum, menntamálum og umhverfismálum svo eitthvað sé til talið. Hann hefur verið málefnalegur í rökræðum, fastur fyrir vegna lífs viðhorfa sinna og hjálpsamur hverjum þeim er til hans leitar. Nýlega var gerður samningur milli Utanríkisráðuneytisins og Byrgisins um afnot hins síðarnefnda af mannvirkjum í Rockville. Mannvirkin hafa staðið auð í tæp tvö ár og stutt í að þau yrðu ónýt. Þó virðist mesta furða í hve góðu ástandi húsnæð er og hæpið að þau hefðu þolað eitt ár til viðbótar óupphituð. Byrgið eru líknarsamtök sem á trúargrundvelli hafa verið að koma fíkniefnaneytendum og alkóhólistum á réttan kjöl. Þar eru að jafnaði 80 - 100 manns og hafa náð ótrúlegum árangri. Hjálmar Árnason hefur verið þeim innan handar um hríð en fékk svo þá hugmynd að Rockville gæti hentað undir starfssemi Byrgisins. Samningar tókust og gengu ótrúlega hratt enda flestir á því að styðja við bakið á starfseminni. Í framhaldi að þessum samningi hafa vaknað frekari hugmyndir um nýtingu mannvirkjanna og í undirbúningi er að koma upp í Rockville einangrunarstöð fyrir gæludýr - það er langþráð verkefni enda óhagkvæmni að þurfa að senda öll innflutt dýr til Hríseyjar. Á sama hátt hefur erlendur aðili óskað eftir því að byggja upp atvinnustarfsemi í Rockville og er í samningum um það við Byrgið. Samningurinn um nýtingu mannvirkjanna í Rockville er því hvort tveggja í senn björgun á mannvirkjum og björgun á fólki. Þar að auki hefur þetta verkefni Hjálmars opnað fyrir frekari not að svæðinu eins og um er getið hér að ofan. Hér er eitt lítið dæmi um að láta verkin tala. Margir suðurnesjamenn geta vitnað um dugnað Hjálmars og ósérhlífni við að gæta hagsmuna svæðisins. Stöndum því við bakið á Hjálmari Árnasyni sem nú stendur í harðri kosningarbaráttu. Setjum því X við B. Kveðja, Skúli Þ Skúlason
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024