Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis 70 ára
"Hvernig skyldi hafa verið umhorfs hér á Suðurnesjum fyrir sjötíu árum, eða 1932. Keflavík og Njarðvík voru eitt hreppsfélag og íbúatalan var um 800. Allt hér snérist um fiskveiðar og fiskvinnslu, nánast ekkert annað. Öll atvinna var undir sjónum og sjávarfangi komin. Hér var almenn fátækt ríkjandi, þó að það sé ekki miðað við þá mælikvaraða sem notaðir eru í dag", sagði Kristján Gunnarsson, formaður VSFK, í ávarpi sínu á 70 ára afmælishátíð félagsins sem haldin var í Stapa 28. desember síðastliðinn.
Verkafólk var talsvert heppið að hafa atvinnu svona yfirleitt. Atvinnuöryggi var orð sem ekki þekktist. Atvinnuöryggi var reyndar óvíða á Íslandi á þeim tíma, fáum datt það í hug að fara til mennta. Efni og aðstæður leyfðu það ekki. Þá voru engir lánasjóðir eða sérstakar fyrirgeiðslur fyrir fólk sem vildi ganga menntaveginn.
Ungir menn kepptust við að komast í gott skippláss um þau var mikil barátta, gott skippláss skipti sköpum fyrir framtíðina. Ungar konur fengu síður atvinnu í þá daga, þá helst við fiskverkun, þá voru engin frystihús þau komu til síðar, þær fengu vinnu við að vaska fisk sem var oft gert við afar afar slæmar aðstæður, utandyra í brunagaddi eða við að breiða fisk á reit eða stafla í stæður. Þá flykkstust ungar konur norður í síldina helst til Siglufjarðar þar voru uppgrip Tímabilið frá miðjum desember til loka janúar var lítið um vinnu, það þótti eðilegur þáttur tilverunnar að hafa lítið að gera. Alþýðuheimilin þurftu ætíð að vellta hverri krónu áður en eytt var. Allra brýnustu nauðsynjar var það eina sem til greina kom að kaupa.
Áður hafði alda frelsið og jafnréttis hafði borist um landið. Stéttarfélög höfðu verið stofnuð víðast hvar um landið, frumherjarnir höfðu boðað frelsi jafnrétti og bræðralag, þeir boðuðu þann sannleik að verkafólk og sjómenn þyrftu að fylkja liði til að breyta breyta þjóðfélaginu komast burt frá fátækt og öryggisleysi. Krefjast mannréttinda Krefjast tryggari atvinnu, krefjast matar og menntunnar fyrir börnin sín, félög voru stofnuð og baráttan var mikil og hún var hörð.
En þrátt fyrir það voru Verkalýðsfélög síðar stofnuð á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu.... Hver vegna ? Kann margur að spyrja.
Ástæðurnar eru vafalaust margar en við skulum hafa í huga hversu sterk og ósanngjörn raunar tryllingsleg viðbröggð áttu sér stað hjá atvinnurekendum hér þegar verkamenn í Keflavík ákváðu að stofna verkalýðsfélag. Það þurfti býsna mikin kjark og áræðni þá ákvörðun tóku menn þann 28. desember 1932 þá komu saman 19 verkamenn til fundar í samkomuhúsinu Skyldi tilgangur fundarins var að stofna verkalýðsfélag.
Eftir langan og strangan fund, þar sem bornar höfðu verið upp fjórar tillögur, sem allra höfðu verið feldar, ýmist um að endurvekja gamla félagið eða að stofna nýtt. Þá var fimmta tillagan borin upp af Arinbirni Þorvaðarsyni, en hún hljóðaði þanig:
“Fundurinn samþykkir að stofnað verði nýtt félag er heiti Verkamannafélag Keflavíkur”
Var þessi tillaga samþykkt eftir langar umræður eins og segir í fyrstu fundargerðarbók félagsins. Í framhaldi samþykktu menn að boða til framhaldsstofnfundar og það var gert 16. janúar 1933 Þá voru áskrifendurnir orðnir 41. Fyrstu stjórn skipuðu þeir Guðni Guðleifsson formaður, Guðmundur J Magnússon, Guðmundur Pálsson, Danival Danivalsson og Arinbjörn Þorvaðarson.
Sumir þeirra sem stofnuðu félagið höfðu reynt að stofna félag nokkrum mánuðum áður. Þeir höfðu verið kúgaðir til að leggja það félag niður. 28. desember 1932 höfðu þó menn öðlast reynsu og þeim aukist kjarkur samstaðan var meiri en áður trúin á hugsjónina var meiri, það var ekki auðvellt að stofna verkalýðsfélag í þá daga. Fáir mættu á fundi atvinnurekendur fyldust vel með hverjr mættu hjá slíkum uppreisnarseggjum og þeim var refsað, sem þar mættu. Ýmist reknir úr vinnu eða neitað um vinnu lífsbjörgin tekin frá þeim.
Eins og fyrr sagði þá höfðu nokkrir hugsjónarmenn úr Keflavík og Njarðvík reynt að stofna félag áður. það var 1931 þá stofnuðu þeir Verkamannafélag Keflavíkur og þar í stjórn voru kjörnir þeir Axel Björnsson form Hannes Jónsson, Kristinn Jónsson Valdemar Guðjónsson og Þorbergur Sigurjónsson.
Þeir mættu gífurlergri andstöðu atvinnurekendurnirneituðu að viðurkenna félagið sem samningsaðila. Atvinnurekendurnir mynduðu með sér samstöðu, allt varð að gera til að brjóta félagið á bak aftur og það ver gert þá var notað ofbeldi. aðfararnótt 20. janúar 1932 var ráðist inn í hús eitt í Keflavík og formaður félagsins Axel Björnsson sem var gestkomandi hann tekin höndum og fluttur nauðugur á vélbát til Reykjavíkur, var honum hótað öllu illu ef hann léti sjá sig aftur Keflavík.
Skömmu síðar fengu atvinnurekendur hreppsnefndina til að koma saman, og þvinguðu þeir stjórn félagsins til að boða til félagsfundar, þar voru félagsmenn kúgaðir til að leggja félagið niður, aðeins einn greiddi atkvæði á móti. Aðrið treystu sér ekki til annars en að greiða atkvæði með að leggja félagið niður.
En áfram var barist og um haustið 1933 höfðu allir sem höfðu vinnu skrifað undir kauptaxta félagsins. Þar sagði að greiða skyldi 1 krónu á klukkustund í almennri verkamannavinnu en 90 aura í reitarvinnu. Kvennakaup var mikklu lægra en þetta. dagvinna taldist vera frá klukkan sjö að morni og til klukkan sjö að kvöldi eftir vinna frá kl.sjö að kvöldi til til tíu. Nætur vinna til sjö morgnuninn eftir.
Á aðalfundi félagsins 25. janúar 1935 þá er baráttumaðurinn Ragnar Guðleifsson kjörinn formaður félagsins Raganar stýrði félaginu í allt til ársins 1970 eða í þrjátíu og fimm ár undir hans forystu unnust margir sigrar verkafólks. Störf Ragnars mörkuðust af mikilli árverkni, góðvilja og trú á málstað jafnaðar og félagshyggju.
Snemma var reynnt að ná samningum við útgerðarmenn fyrir sjómenn og landmenn er unnu við bátana, það tókst þó ekki fyrr en árið 1937.
Þá fyrst hafði félagið náð varanlegri fótfestu þá var það fyrst viðurkennt af öllum atvinnurekendum.
1938 tók félagið mjög að eflast í byrjun vertíðar stofna vélstjórar sitt eigið félag en ganga síðar í félagið okkar voru þeir í áraraðir deild í félaginu með sérstakri stjórn. Vörubílstjórar mynda síðan deild í félaginu 1943 og eru félagsbundir til 1955 þá stofna þeir eigið félag. Kvennadeild var stofnuð 1936 og þá batna kjör kvenna umtalsvert. Sjómannadeildin er stofnuð 1946 og var Ólafur Björnsson fyrsti formaður hennar og var einnig í stjórn Sjómannasambands Íslands.
Á þessum árum lét félagið sér ekkert óviðkomandi meðal annara verkefna sem voru tekin fyrir, var að bjóða fram lista til hreppsnefndar. Skemmst er frá því að segja að félagið fékk engann mann kjörin í fyrstu tilraun árið 1934 en 1938 fengu þeir tvo menn kjörna þá Ragnar Guðleifsson og Danival Danivalsson.
Félagið hafði forgöngu um að krefjast að kosningar yrðu leynilegar og fékk því framgengt árið 1934. Á félagsfundum var rætt meðal annars um sjúkrahús, verkamannaskýli, bókasafn, löggæslu, kartöflugarða og margt margt fleira Félagið hafði forgöngu stofnun Byggingafélags verkamanna árið 1942 einnig um stofnun sjúkrasamlags árið 1943 1935 stofnaði félagið pöntunarfélag sem síðar varð KRON og en seinna Kaupfélag Suðurnesja.
Ekki má gleyma að minnast hér Félagsbíó, saga þess hófs 1936 það voru verkamenn úr Keflavík og Njarðvík sem byggðu Verkó eins og það var nefnt í þá daga. Í upphafi nefndist húsið Alþýðuhúsið en var ætíð kallað Verkó. Þá var það nokkru minna en það er í dag síðar var það stækkað tvisvar sinnum og eldsvoðar léku húsið illa og ógnuðu tilveru þess. Nú í dag hefur það fengið nýtt hlutverk þar er nú rekin verslun og skrifstofur.
Karl Steinar Guðnason var kjörinn formaður félagsins 1970 og stýrði félaginu í tuttugu og eitt ár með miklum ágætum, undir hans stjórn var félagið byggt upp fjárhagslega. Félagið efldist mjög upp á landsvísu og forystumenn þess voru í æríkari mæli kallaðir til starfa á vegum heildarsamtakanna ASÍ, Verkamannasambands Íslands og Sjómannasambandsins og félagið efldist líka verulega inná við
Fimm stéttarfélög á Suðurnesjum hafa sameinast Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Félögin eru hér talin upp í þeirri röð sem sameiningin átti sér stað, Verkalýðsfélag Hafnahrepps, Verkalýðsfélag Vatnsleysustrandarhrepps, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps og síðast Bifreiðastjórafélagið Keilir.
Frá þessum félögum verður greint frá í veglegu afmælisriti félagsins sem nú er í vinnslu, auk þess sem greint verður frá tveimur samböndum á Suðurnesjum sem VSFK var aðili að, þ.e. Sambandi launþega á Suðurnesjum og Sambandi stéttarfélaga á Suðurnesjum.
Þegar við stigum við þau gæfu spor að sameina Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur félaginu og þá var Guðrún Elísa Ólafsdóttir kosin varaformaður félagsins við hlið Karls Steinars. Guðrún lét af varaformensku í apríl á þessu ári eftir langt og gæfusamt starf hjá félaginu sem við munum þakka hér síðar á fundinum.
Fyrir þrjátíu árum festum við kaup á Víkunni að Hafnargötu 80 þar eru höfuðstöðvar félagsins óhætt er að segja að Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sé mjög lifandi og virkt félag. Það er mikil gróska í öllu starfi, félagið er stert og við teljum okkur vera leiðandi á landsmælikvarða með ýmsar nýungar og frumkvæði. Það ber að þakka þeim er hafa varðað veginn frammá við í baráttunni við að bæta kjör, bæta hag okkar bæta velferð okkar í hverju sem það nefnist.
Það hefur ekki allaf verið dans á rósum starfið hér, við höfum sundum farið aðrar leiðir aðrar leiði en heildarsamtökin. Sú afstaða hefur þó ætíð verið mótuð af félagsmönnunum sjálfum með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi. Fyrst og fremst er þó barátta verkalýðsfélaga fólgin í því að fylkja liði í kaupgjaldsbaráttunni og fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi.
Hér í félaginu ræðum við ný viðhorf og nýja tíma. Hér erum við meðvituð um ný tækifæri og nýjar stefnur. Hér líkt og annarstaðar skiptast menn í flokka eða hópa sem gefa fylgisspekt við hinar nýju stefnur út í Evrópu. Með vítæku samstarfi með félögum okkar í Evrópu hefur þokast fram á veginn og við höfunm náð fram afar mikilvægum samningum sem hafa gefið okkur aukinn réttindi og bætt kjör um það verður ekki deilt. Menn hafa samúð og við gefum til kynna samstöðu með bræðrum okkar og systrum sem hafa búið við kúgun- skort og einræði.. Það eigum við ætíð að gera það er okkar hlutverk.
Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur alla tíð verið tæki fólksins í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi. Það og forystu menn þess hafa aldrei látið undan linnulausum og oft sárum áróðri þeirra sem metið hafa utanaðkomandi stefnur og trúarbröggð meir en hagsmuni fólksins, hagsmuni félaganna.
Starfið hefur verið og á að mótast um ókomna tíð af hugsjónini um jafnrétti um betra þjóðfélag betri afkomu verkafólks og sjómanna Afkomu sem tryggir reisn þeirra er hafa ekki sömu aðstöðu og aðrir.
Sigrar vinnast ekki nema með þrotlauri báráttu. Við breytum ekki þjóðfélaginu nema með þrotlausu starfi í þágu hugsjónana sjálfra.
Verkalýðshreyfing - verkalýðsfélög eru og munu ávallt verða á milli tannanna á fólki, fólki sem vill gera lítið úr samtakamætti samtakanna. Við skulum muna, að það voru slíkar tungur sem brutu niður forvera okkar félags til niðurlægingar og kúgunnar, eins og áður hefur verið getið.
Starfið framundan verður að markast af trú á framtíðina.
Frumkvæðið, vaxtarbroddur framfara felst í sterku verkalýðsfélagi og heilsteyptri verkalýðshreyfingu. Það verður að tryggja atvinnu og atvinnuöryggi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að hafa atvinnu.
Framundan eru ýmsar hræringar ýmsir váboðar atvinnuleysis hafa gert vart við sig, en erfiðleikarnir eru til að takast á við þá, og sigrast á þeim vonandi með samstiltu átaki, góðum vilja og eldmóði hugsjóna þannig getum við, verkafólk og sjómenn fylt liði barist gegn óréttlæti og misskiptingu, barist áfram fyrir mannsæmandi lífskjörum.
Verkafólk var talsvert heppið að hafa atvinnu svona yfirleitt. Atvinnuöryggi var orð sem ekki þekktist. Atvinnuöryggi var reyndar óvíða á Íslandi á þeim tíma, fáum datt það í hug að fara til mennta. Efni og aðstæður leyfðu það ekki. Þá voru engir lánasjóðir eða sérstakar fyrirgeiðslur fyrir fólk sem vildi ganga menntaveginn.
Ungir menn kepptust við að komast í gott skippláss um þau var mikil barátta, gott skippláss skipti sköpum fyrir framtíðina. Ungar konur fengu síður atvinnu í þá daga, þá helst við fiskverkun, þá voru engin frystihús þau komu til síðar, þær fengu vinnu við að vaska fisk sem var oft gert við afar afar slæmar aðstæður, utandyra í brunagaddi eða við að breiða fisk á reit eða stafla í stæður. Þá flykkstust ungar konur norður í síldina helst til Siglufjarðar þar voru uppgrip Tímabilið frá miðjum desember til loka janúar var lítið um vinnu, það þótti eðilegur þáttur tilverunnar að hafa lítið að gera. Alþýðuheimilin þurftu ætíð að vellta hverri krónu áður en eytt var. Allra brýnustu nauðsynjar var það eina sem til greina kom að kaupa.
Áður hafði alda frelsið og jafnréttis hafði borist um landið. Stéttarfélög höfðu verið stofnuð víðast hvar um landið, frumherjarnir höfðu boðað frelsi jafnrétti og bræðralag, þeir boðuðu þann sannleik að verkafólk og sjómenn þyrftu að fylkja liði til að breyta breyta þjóðfélaginu komast burt frá fátækt og öryggisleysi. Krefjast mannréttinda Krefjast tryggari atvinnu, krefjast matar og menntunnar fyrir börnin sín, félög voru stofnuð og baráttan var mikil og hún var hörð.
En þrátt fyrir það voru Verkalýðsfélög síðar stofnuð á Suðurnesjum en annarstaðar á landinu.... Hver vegna ? Kann margur að spyrja.
Ástæðurnar eru vafalaust margar en við skulum hafa í huga hversu sterk og ósanngjörn raunar tryllingsleg viðbröggð áttu sér stað hjá atvinnurekendum hér þegar verkamenn í Keflavík ákváðu að stofna verkalýðsfélag. Það þurfti býsna mikin kjark og áræðni þá ákvörðun tóku menn þann 28. desember 1932 þá komu saman 19 verkamenn til fundar í samkomuhúsinu Skyldi tilgangur fundarins var að stofna verkalýðsfélag.
Eftir langan og strangan fund, þar sem bornar höfðu verið upp fjórar tillögur, sem allra höfðu verið feldar, ýmist um að endurvekja gamla félagið eða að stofna nýtt. Þá var fimmta tillagan borin upp af Arinbirni Þorvaðarsyni, en hún hljóðaði þanig:
“Fundurinn samþykkir að stofnað verði nýtt félag er heiti Verkamannafélag Keflavíkur”
Var þessi tillaga samþykkt eftir langar umræður eins og segir í fyrstu fundargerðarbók félagsins. Í framhaldi samþykktu menn að boða til framhaldsstofnfundar og það var gert 16. janúar 1933 Þá voru áskrifendurnir orðnir 41. Fyrstu stjórn skipuðu þeir Guðni Guðleifsson formaður, Guðmundur J Magnússon, Guðmundur Pálsson, Danival Danivalsson og Arinbjörn Þorvaðarson.
Sumir þeirra sem stofnuðu félagið höfðu reynt að stofna félag nokkrum mánuðum áður. Þeir höfðu verið kúgaðir til að leggja það félag niður. 28. desember 1932 höfðu þó menn öðlast reynsu og þeim aukist kjarkur samstaðan var meiri en áður trúin á hugsjónina var meiri, það var ekki auðvellt að stofna verkalýðsfélag í þá daga. Fáir mættu á fundi atvinnurekendur fyldust vel með hverjr mættu hjá slíkum uppreisnarseggjum og þeim var refsað, sem þar mættu. Ýmist reknir úr vinnu eða neitað um vinnu lífsbjörgin tekin frá þeim.
Eins og fyrr sagði þá höfðu nokkrir hugsjónarmenn úr Keflavík og Njarðvík reynt að stofna félag áður. það var 1931 þá stofnuðu þeir Verkamannafélag Keflavíkur og þar í stjórn voru kjörnir þeir Axel Björnsson form Hannes Jónsson, Kristinn Jónsson Valdemar Guðjónsson og Þorbergur Sigurjónsson.
Þeir mættu gífurlergri andstöðu atvinnurekendurnirneituðu að viðurkenna félagið sem samningsaðila. Atvinnurekendurnir mynduðu með sér samstöðu, allt varð að gera til að brjóta félagið á bak aftur og það ver gert þá var notað ofbeldi. aðfararnótt 20. janúar 1932 var ráðist inn í hús eitt í Keflavík og formaður félagsins Axel Björnsson sem var gestkomandi hann tekin höndum og fluttur nauðugur á vélbát til Reykjavíkur, var honum hótað öllu illu ef hann léti sjá sig aftur Keflavík.
Skömmu síðar fengu atvinnurekendur hreppsnefndina til að koma saman, og þvinguðu þeir stjórn félagsins til að boða til félagsfundar, þar voru félagsmenn kúgaðir til að leggja félagið niður, aðeins einn greiddi atkvæði á móti. Aðrið treystu sér ekki til annars en að greiða atkvæði með að leggja félagið niður.
En áfram var barist og um haustið 1933 höfðu allir sem höfðu vinnu skrifað undir kauptaxta félagsins. Þar sagði að greiða skyldi 1 krónu á klukkustund í almennri verkamannavinnu en 90 aura í reitarvinnu. Kvennakaup var mikklu lægra en þetta. dagvinna taldist vera frá klukkan sjö að morni og til klukkan sjö að kvöldi eftir vinna frá kl.sjö að kvöldi til til tíu. Nætur vinna til sjö morgnuninn eftir.
Á aðalfundi félagsins 25. janúar 1935 þá er baráttumaðurinn Ragnar Guðleifsson kjörinn formaður félagsins Raganar stýrði félaginu í allt til ársins 1970 eða í þrjátíu og fimm ár undir hans forystu unnust margir sigrar verkafólks. Störf Ragnars mörkuðust af mikilli árverkni, góðvilja og trú á málstað jafnaðar og félagshyggju.
Snemma var reynnt að ná samningum við útgerðarmenn fyrir sjómenn og landmenn er unnu við bátana, það tókst þó ekki fyrr en árið 1937.
Þá fyrst hafði félagið náð varanlegri fótfestu þá var það fyrst viðurkennt af öllum atvinnurekendum.
1938 tók félagið mjög að eflast í byrjun vertíðar stofna vélstjórar sitt eigið félag en ganga síðar í félagið okkar voru þeir í áraraðir deild í félaginu með sérstakri stjórn. Vörubílstjórar mynda síðan deild í félaginu 1943 og eru félagsbundir til 1955 þá stofna þeir eigið félag. Kvennadeild var stofnuð 1936 og þá batna kjör kvenna umtalsvert. Sjómannadeildin er stofnuð 1946 og var Ólafur Björnsson fyrsti formaður hennar og var einnig í stjórn Sjómannasambands Íslands.
Á þessum árum lét félagið sér ekkert óviðkomandi meðal annara verkefna sem voru tekin fyrir, var að bjóða fram lista til hreppsnefndar. Skemmst er frá því að segja að félagið fékk engann mann kjörin í fyrstu tilraun árið 1934 en 1938 fengu þeir tvo menn kjörna þá Ragnar Guðleifsson og Danival Danivalsson.
Félagið hafði forgöngu um að krefjast að kosningar yrðu leynilegar og fékk því framgengt árið 1934. Á félagsfundum var rætt meðal annars um sjúkrahús, verkamannaskýli, bókasafn, löggæslu, kartöflugarða og margt margt fleira Félagið hafði forgöngu stofnun Byggingafélags verkamanna árið 1942 einnig um stofnun sjúkrasamlags árið 1943 1935 stofnaði félagið pöntunarfélag sem síðar varð KRON og en seinna Kaupfélag Suðurnesja.
Ekki má gleyma að minnast hér Félagsbíó, saga þess hófs 1936 það voru verkamenn úr Keflavík og Njarðvík sem byggðu Verkó eins og það var nefnt í þá daga. Í upphafi nefndist húsið Alþýðuhúsið en var ætíð kallað Verkó. Þá var það nokkru minna en það er í dag síðar var það stækkað tvisvar sinnum og eldsvoðar léku húsið illa og ógnuðu tilveru þess. Nú í dag hefur það fengið nýtt hlutverk þar er nú rekin verslun og skrifstofur.
Karl Steinar Guðnason var kjörinn formaður félagsins 1970 og stýrði félaginu í tuttugu og eitt ár með miklum ágætum, undir hans stjórn var félagið byggt upp fjárhagslega. Félagið efldist mjög upp á landsvísu og forystumenn þess voru í æríkari mæli kallaðir til starfa á vegum heildarsamtakanna ASÍ, Verkamannasambands Íslands og Sjómannasambandsins og félagið efldist líka verulega inná við
Fimm stéttarfélög á Suðurnesjum hafa sameinast Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur og nágrennis. Félögin eru hér talin upp í þeirri röð sem sameiningin átti sér stað, Verkalýðsfélag Hafnahrepps, Verkalýðsfélag Vatnsleysustrandarhrepps, Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps og síðast Bifreiðastjórafélagið Keilir.
Frá þessum félögum verður greint frá í veglegu afmælisriti félagsins sem nú er í vinnslu, auk þess sem greint verður frá tveimur samböndum á Suðurnesjum sem VSFK var aðili að, þ.e. Sambandi launþega á Suðurnesjum og Sambandi stéttarfélaga á Suðurnesjum.
Þegar við stigum við þau gæfu spor að sameina Verkakvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur félaginu og þá var Guðrún Elísa Ólafsdóttir kosin varaformaður félagsins við hlið Karls Steinars. Guðrún lét af varaformensku í apríl á þessu ári eftir langt og gæfusamt starf hjá félaginu sem við munum þakka hér síðar á fundinum.
Fyrir þrjátíu árum festum við kaup á Víkunni að Hafnargötu 80 þar eru höfuðstöðvar félagsins óhætt er að segja að Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis sé mjög lifandi og virkt félag. Það er mikil gróska í öllu starfi, félagið er stert og við teljum okkur vera leiðandi á landsmælikvarða með ýmsar nýungar og frumkvæði. Það ber að þakka þeim er hafa varðað veginn frammá við í baráttunni við að bæta kjör, bæta hag okkar bæta velferð okkar í hverju sem það nefnist.
Það hefur ekki allaf verið dans á rósum starfið hér, við höfum sundum farið aðrar leiðir aðrar leiði en heildarsamtökin. Sú afstaða hefur þó ætíð verið mótuð af félagsmönnunum sjálfum með hagsmuni verkafólks að leiðarljósi. Fyrst og fremst er þó barátta verkalýðsfélaga fólgin í því að fylkja liði í kaupgjaldsbaráttunni og fyrir betra og réttlátara þjóðfélagi.
Hér í félaginu ræðum við ný viðhorf og nýja tíma. Hér erum við meðvituð um ný tækifæri og nýjar stefnur. Hér líkt og annarstaðar skiptast menn í flokka eða hópa sem gefa fylgisspekt við hinar nýju stefnur út í Evrópu. Með vítæku samstarfi með félögum okkar í Evrópu hefur þokast fram á veginn og við höfunm náð fram afar mikilvægum samningum sem hafa gefið okkur aukinn réttindi og bætt kjör um það verður ekki deilt. Menn hafa samúð og við gefum til kynna samstöðu með bræðrum okkar og systrum sem hafa búið við kúgun- skort og einræði.. Það eigum við ætíð að gera það er okkar hlutverk.
Verkalýðs og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis hefur alla tíð verið tæki fólksins í baráttunni fyrir betri lífskjörum. Í baráttunni fyrir betra þjóðfélagi. Í baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi. Það og forystu menn þess hafa aldrei látið undan linnulausum og oft sárum áróðri þeirra sem metið hafa utanaðkomandi stefnur og trúarbröggð meir en hagsmuni fólksins, hagsmuni félaganna.
Starfið hefur verið og á að mótast um ókomna tíð af hugsjónini um jafnrétti um betra þjóðfélag betri afkomu verkafólks og sjómanna Afkomu sem tryggir reisn þeirra er hafa ekki sömu aðstöðu og aðrir.
Sigrar vinnast ekki nema með þrotlauri báráttu. Við breytum ekki þjóðfélaginu nema með þrotlausu starfi í þágu hugsjónana sjálfra.
Verkalýðshreyfing - verkalýðsfélög eru og munu ávallt verða á milli tannanna á fólki, fólki sem vill gera lítið úr samtakamætti samtakanna. Við skulum muna, að það voru slíkar tungur sem brutu niður forvera okkar félags til niðurlægingar og kúgunnar, eins og áður hefur verið getið.
Starfið framundan verður að markast af trú á framtíðina.
Frumkvæðið, vaxtarbroddur framfara felst í sterku verkalýðsfélagi og heilsteyptri verkalýðshreyfingu. Það verður að tryggja atvinnu og atvinnuöryggi. Það eru sjálfsögð mannréttindi að hafa atvinnu.
Framundan eru ýmsar hræringar ýmsir váboðar atvinnuleysis hafa gert vart við sig, en erfiðleikarnir eru til að takast á við þá, og sigrast á þeim vonandi með samstiltu átaki, góðum vilja og eldmóði hugsjóna þannig getum við, verkafólk og sjómenn fylt liði barist gegn óréttlæti og misskiptingu, barist áfram fyrir mannsæmandi lífskjörum.