Verður herinn rekinn úr landi?
1700 störf í húfi
Suðurnesjamenn standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að ný ríkisstjórn kann að grípa til þeirra aðgerða að Varnarliðið taki saman og hverfi úr landi - á tiltölulegu skömmum tíma. Við það tapa um 1.700 Íslendingar störfum - auk allra aðila sem selja vöru og þjónustu til Varnarliðsins. Þessi staða hefur nú komið upp í aðdraganda kosninganna. Nokkrir helstu talsmenn Samfylkingarinnar hafa talað skýrt í þessu máli.Eftir að Íslendingar voru settir á lista með öðrum þjóðum um stuðning við Bandaríkjamenn við að steypa Saddam Hussein af stóli hafa nokkrir í forystu Samfylkingar lýst því yfir að þeir muni hafa það eitt sitt fyrsta verk í ríkisstjórn að strika okkur af listanum. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali og blaða við Ingibjörgu Sólrúni, Össur hefur stagast á þessu, Þórunn Sveinbjarnardóttir (fulltrúi þeirra í utanríkismálanefnd), Mörður Árnason (í Morgunblaðsgrein) og aðrir helstu forystumenn SF hafa tekið undir þetta. Hvaða afleiðingar myndi þetta hafa fyrir Suðurnes?
Enginn er fylgjandi stríði í sjálfu sér. Enginn er heldur fylgjandi harðstjórum á borð við Saddam. Þegar Bandaríkjamenn í raun settu okkur afarkosti um stuðning áttum við vart annarra úrkosta. Hefðum við neitað þarf varla að spyrja um framhaldið. Um þessar mundir er verið að loka tveimur herstöðvum í Þýskalandi og færa starfsemina til Póllands og Tékklands - frá þeim sem ekki vildu styðja Bandaríkjamenn til þeirra sem fylktu sér að baki þeim. Varnarsamningurinn er nú til endurskoðunar. Bandaríkjamenn munu taka afstöðu Samfylkingarmanna sem fjandskap við sig og samningsstaða okkar verður engin og ætla má að stöðinni hér verði lokað.
Suðurnesjamenn þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort þeir telji atvinnuástandið þola 1.700 manns inn á atvinnuleysisskrá á næstu vikum. Samfylkingin, sem virðist vilja loka stöðinni, hefur heldur ekki svarað því hvernig hún ætli að tryggja varnir landsins eða atvinnu þeirra þúsunda sem hafa störf og tekjur af störfum þar. Suðurnesjamenn vita hins vegar hverjar afleiðingarnar verða.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.
Suðurnesjamenn standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að ný ríkisstjórn kann að grípa til þeirra aðgerða að Varnarliðið taki saman og hverfi úr landi - á tiltölulegu skömmum tíma. Við það tapa um 1.700 Íslendingar störfum - auk allra aðila sem selja vöru og þjónustu til Varnarliðsins. Þessi staða hefur nú komið upp í aðdraganda kosninganna. Nokkrir helstu talsmenn Samfylkingarinnar hafa talað skýrt í þessu máli.Eftir að Íslendingar voru settir á lista með öðrum þjóðum um stuðning við Bandaríkjamenn við að steypa Saddam Hussein af stóli hafa nokkrir í forystu Samfylkingar lýst því yfir að þeir muni hafa það eitt sitt fyrsta verk í ríkisstjórn að strika okkur af listanum. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali og blaða við Ingibjörgu Sólrúni, Össur hefur stagast á þessu, Þórunn Sveinbjarnardóttir (fulltrúi þeirra í utanríkismálanefnd), Mörður Árnason (í Morgunblaðsgrein) og aðrir helstu forystumenn SF hafa tekið undir þetta. Hvaða afleiðingar myndi þetta hafa fyrir Suðurnes?
Enginn er fylgjandi stríði í sjálfu sér. Enginn er heldur fylgjandi harðstjórum á borð við Saddam. Þegar Bandaríkjamenn í raun settu okkur afarkosti um stuðning áttum við vart annarra úrkosta. Hefðum við neitað þarf varla að spyrja um framhaldið. Um þessar mundir er verið að loka tveimur herstöðvum í Þýskalandi og færa starfsemina til Póllands og Tékklands - frá þeim sem ekki vildu styðja Bandaríkjamenn til þeirra sem fylktu sér að baki þeim. Varnarsamningurinn er nú til endurskoðunar. Bandaríkjamenn munu taka afstöðu Samfylkingarmanna sem fjandskap við sig og samningsstaða okkar verður engin og ætla má að stöðinni hér verði lokað.
Suðurnesjamenn þurfa að spyrja sjálfa sig að því hvort þeir telji atvinnuástandið þola 1.700 manns inn á atvinnuleysisskrá á næstu vikum. Samfylkingin, sem virðist vilja loka stöðinni, hefur heldur ekki svarað því hvernig hún ætli að tryggja varnir landsins eða atvinnu þeirra þúsunda sem hafa störf og tekjur af störfum þar. Suðurnesjamenn vita hins vegar hverjar afleiðingarnar verða.
Hjálmar Árnason,
alþingismaður.