Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Föstudagur 9. janúar 2004 kl. 10:56

Verðskrá Kölku misskilin

Einhver misskilningur virðist vera í gangi með nýju verðskrána hjá Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. hjá almenningi og rekstraraðilum.  Nýja verðskráin gildir aðeins fyrir fyrirtæki og stofnanir, ekki almenning.  Almenningur mun geta komið með úrgang endurgjaldslaust á gámaplön Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja við Kölku, Grindavík og í Vogum eins og áður.
Í dag er verið að byggja gámaplan fyrir almenning við Kölku (Berghólabraut 7) sem verður tilbúið von bráðar.  Á meðan það er ekki fullgert getur almenningur losað úrgang við gömlu stöðina við Hafnaveg þar til annað verður auglýst.
Nýju gámaplönin í Grindavík og Vogum munu von bráðar fara í útboð og er vonast að þau komist í gagnið snemma vors.  Á meðan þau eru ekki fullgerð ætlar Sorpeyðingarstöð Suðurnesja að koma upp bráðabirgðaplönum fyrir almenning við höfnina í Vogum (framtíðarstaðsetning) og við áhaldahúsið í Grindavík (Framtíðarstaðsetning við Nesveg).
Við vonum að þetta skýri málin betur og biðjumst afsökunar á því ef nýja verðskráin hafi valdið einhverjum misskilning.
Fólk er hvatt til að kynna sér heimasíðu Kölku (www.kalka.is) og starfsemi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf,  þá sérstaklega flokkun úrgangs.

Virðingarfyllst,

Aron Jóhannsson Umhverfisfulltrúi
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024