Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Velferð barna og unglinga  í Sandgerði
Þriðjudagur 23. maí 2006 kl. 23:33

Velferð barna og unglinga í Sandgerði

Mikil þörf er á að efla íþrótta og æskulýðsstarf í Sandgerði og endurskipuleggja það frá grunni. Börnin eru einn mikilvægasti hlekkurinn í samfélaginu í Sandgerði sem og annar staðar og það þarf að hlúa vel að þeim. Ég tel það skyldu bæjarfélagsins að sjá til þess að aðstaða sé til staðar fyrir sem flestar íþróttagreinar og fjölbreytt félagsstarf barna og unglinga. Í Sandgerði hefur iðkendum í íþrótta- og félagsstörfum fækkað síðustu misseri og er það áhyggjuefni. S-listinn mun leita leiða til að auka áhuga á íþróttum og félagsstörfum af öllu tagi og fjölga iðkendum.

Íþrótta- og æskulýðsstarf hefur forvarnargildi og þátttaka í því styrkir einstaklinga til að mæta öðrum áskorunum í lífinu og því er það kappsmál mitt að ná sem flestum börnum og unglingum inn í starfið.

Rannsóknir hafa sýnt að þátttaka í skipulögðu íþrótta- og félagsstarfi 3-4 sinnum í viku er ein besta forvörn sem völ er á. Því mun S-listinn leggja mikla áherslu á að íþrótta- og æskulýðsstarfsemi í Sandgerði verði efld til muna og börnum og unglingum búið gott umhverfi til leiks og starfa.

S-listinn vill sýna metnað sinn í barna- og unglingastarfi með því að ráða íþrótta- og tómstundafulltrúa til starfa hjá sveitarfélaginu sem hefur faglega yfirsýn yfir allt íþrótta- og æskulýðsstarf sem fer fram í Sandgerði. Það er einnig stefna S-listans að halda áfram uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum, s.s. að stækka sundlaugina, bæta aðstöðuna í íþróttamiðstöðinni og vinna í samstarfi við Ksf. Reyni og Golfklúbb Sandgerðis að því að stækka og bæta aðstöðu félaganna.

S-listinn vill auka samstarf á milli þeirra aðila innan Sandgerðisbæjar sem koma að íþrótta- og forvarnarstarfi í bænum og eins er það stefna listans að samþætta frítímastarf barna betur skólastarfi. Eflum sjálfstraust barna og unglinga í Sandgerði og ýtum þeim á braut jákvæðni og einbeitingar með markvissu íþrótta- og æskulýðsstarfi.

S-listinn leggur metnað í barna- og unglingastarf.

Tækifærið gríptu greitt
gæfu mun það skapa,
Járnið skalt þú hamra heitt,
Að hika er sama og að tapa


Tryggjum fagmennsku í barna og unglingastarfi og setjum x við S á kjördag.

Þráinn Maríusson
skipar 5. sæti S-listans
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024