Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 24. febrúar 2003 kl. 13:55

Vel tekið í tillögur Framsóknarmanna úr Reykjanesbæ á flokksþinginu

Félagsfundur Félags ungra framsóknarmanna í Reykjanesbæ ályktaði um sjávarútvegsmál í október síðastliðnum. Félagsmenn FUF í Reykjanesbæ mættu á flokksþing Framsóknarflokksins um helgina og báru upp tillögur í anda þeirrar ályktunar. Skemmst er frá því að segja að tillögur FUF voru samþykktar í meginatriðum. Meðal þess sem samþykkt var á flokksþinginu var að gerð verði úttekt á sóknardagakerfi Færeyinga. Hvernig staðan er þar og hvernig það yrði í framkvæmd á Íslandi m.t.t. dagafjölda og úthlutun daga.
Einnig var samþykkt að unnið verði að því að tekin verði upp línuívilnun fyrir dagróðarbáta þar sem lína er beitt eða stokkuð upp í landi, t.d. að einungis 80 % af þvi sem veitt er dragist af aflamarki viðkomandi báts. FUF telur að með þessu móti sé verið að stuðla að hagkvæmari nýtingu nytjastofna og tryggja trausta atvinnu í byggðum landsins.
Þá var samþykkt að ríkisstjórnin skipi nefnd, erlendra og innlendra fræðimanna, sem skili mati á aðferðafræði fiskveiðiráðgjafarinnar fyrir 1. maí 2004 og að veiðarfærarannsóknir verði stórefldar með áherslu á verndun sjávarbotns.

Hægt er að nálgast ályktanir þingsins á vefslóðinni www.timinn.is

Eysteinn Jónsson
Formaður Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024