Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vel heppnuð ferð 200 nemenda í 9. bekk á forvarnarleikritið Hvað ef?
Fimmtudagur 23. nóvember 2006 kl. 00:08

Vel heppnuð ferð 200 nemenda í 9. bekk á forvarnarleikritið Hvað ef?

FFGÍR, foreldrafélög og foreldraráð grunnskólanna í Reykjanesbæ bauð  nemendum í 9. bekk í grunnskólum Reykjanesbæjar, Vogum og Sandgerði á  forvarnarsýninguna Hvað ef? Í Hafnarfjarðarleikhúsinu þann 16. og 20.  nóvember sl.

Þetta er annað árið í röð sem FFGÍR stendur fyrir þessum sýningum en boðið  var upp á tvær sýningar á starfstíma skóla fyrir alls 200 nemendur og  mæltust þær mjög vel fyrir.

Sýningin fjallar um vímuefnaneyslu ungmenna og hvert hún getur leitt þau  og þar sem mikil ánægða var með ferðina fyrir ári síðan var ákveðið að endurtaka leikinn.

FFGÍR fjármagnaði verkefnið með því að afla styrkja til að standa straum af kostnaði við sýningar og ferðakostnað.

Þeir sem styrktu verkefnið voru Forvarnarsjóður Reykjanesbæjar, Hitaveita  Suðurnesja. KB banki, Landsbankinn, Samkaup, Teitur Jónsson og Sparisjóðurinn í Keflavík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024