Vel heppnað sumargrill hjá Samfylkingunni
Mikil stemming er í Bolafæti 1 kosningamiðstöð Samfylkingarinnar þessa dagana enda starfið að ná hámarki núna rétt fyrir kosningar. Fjöldi Suðurnesjakarla kvöddu vetur á miðvikudagskvöldið og skemmtu sér vel.
Frambjóðendur svo grilluðu fyrir fjölmenni á sumardaginn fyrsta, gott að eiga var stærstu kosnigamiðstöð á Suðurnesjum sem skjól fyrir sumarrigningunni.
Í dag ljúka frambjóðendur og stuðningsmenn Samfylkingarinnar göngu sinni til kjósenda á Suðurnesjum með íslenskar rósir og birkisprota auk jafnaðarstefnunnar. Viðtökur hafa verið frábærar og merkja frambjóðendur greinlegan meðbyr með Samfylkingunni, segir í frétt frá Samfylkingunni í Suðurkjördæmi sem einnig sendi okkur meðfylgjandi myndir.
Efri myndin: Fullt hús í Bolafætinum á inni sumargrilli
Neðri myndin: Hilmar Jónsson og Anna Margrét Guðjónsdóttir á leið til kjósenda