Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Veitum því athygli sem vel er gert
Mánudagur 3. apríl 2006 kl. 13:00

Veitum því athygli sem vel er gert

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verða veitt 16.maí 2006 í 11. sinn. Að auki verða veitt hvatningarverðlaun til einstaklinga og skóla ef tilefni þykir til og því gróskumikla starfi sem þar fer fram og stuðlar að öflugra samstarfi heimila og skóla.


Leitað er eftir tilnefningum um einstaklinga, félög eða skóla sem hafa stuðlað að:

- árangursríkum leiðum við að efla samstarf foreldra og kennara
- jákvæðum hefðum í samstarfi heimila og skóla
- því að brúa bilið milli foreldra og nemenda

Í ár verður sérstaklega horft til eftirfarandi viðfangsefna:

- Markvisst, öflugt og skipulagt starf foreldraráðs eða foreldrafélags
- Markvisst og öflugt gagnkvæmt upplýsingaflæði heimila og skóla
- Þróunarverkefna sem taka til samstarfs heimila og skóla
- Nýbúafræðslu þar sem markvisst er unnið með foreldrasamstarf

Sérstök dómnefnd sem í sitja fulltrúar frá Skólastjórafélagi Íslands, KHÍ, svæðasamtökum foreldra, fræðsluskrifstofum og fulltrúum frá Heimili og skóla mun velja verkefni til verðlauna sem uppfylla eitt eða fleiri af ofangreindum viðmiðum og sem eru í samræmi við þau skilyrði að: Verkefnið hafi skýran tilgang; Verkefnið hafi fest rætur og sýni fram á varanleika; Foreldrar komi með einhverjum hætti að verkefninu
Tilnefningaraðilar eru foreldrafélög, foreldraráð, skólastarfsmenn, skólastjórar, skólanefndir, nemendur, sveitarstjórnarmenn eða einstaklingar. Senda skal inn tilnefningar á rafrænan hátt með því að fylla út eyðublað á www.heimiliogskoli.is . Síðasti skiladagur tilnefninga er 12. apríl 2006.

Í fyrra hlaut Sr. Bjarni Karlsson Foreldraverðlaun Heimilis og skóla fyrir aðkomu kirkjunnar að samstarfi kirkju, skóla og heimila í Laugarneshverfi í Reykjavík. Aðkoma kirkjunnar að þessu samstarfi þykir einstök og sér í lagi aðkoma sóknarprestsins sr. Bjarna Karlssonar. Staðan í Laugarneshverfi er dæmi um verðugt framlag prests til að efla tengsl barna, foreldra, kirkju og skóla í Laugarneshverfi. Framlag sem hefur skilað mikilum árangri og felst í fjölbreyttum verkefnum sem hefð og sátt hefur myndast um.

Elín Thorarensen, M. Ed.
Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024