Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Vegna ummæla forstjóra Hitaveitu Suðurnesja.
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 17:27

Vegna ummæla forstjóra Hitaveitu Suðurnesja.

Forstjóri Hitaveitunnar fer mikinn á vef Víkurfrétta þann 11. júlí þar sem hann reynir að tortryggja störf mín og persónu.

Varðandi aðkomu mína að matsferli fyrir háspennulínu á utanverðu Reykjanesi hefur forstjóri hitaveitu Suðurnesja valið þá leið að reyna að gera mig og mín störf tortryggileg. Vegna ummæla forstjórans er áliti lögfræðings Skipulagsstofnunar hér með komið á framfæri.

„Í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að umhverfisráðherra setji almenn ákvæði í reglugerð um valdsvið, skyldur og starfstilhögun heilbrigðisnefnda og heilbrigðisfulltrúa, þar með talið um þátttöku í eftirlits-, rannsóknar- og vöktunarverkefnum.  Þessi reglugerð mun ekki hafa verið sett. […] Skipulagsstofnun lítur svo á að það sé á verksviði umsagnaraðila að meta hvaða þættir framkvæmdar falla undir starfssvið hans hvað varðar umsagnir um matsskyldar framkvæmdir og umhverfisáhrifa þeirra“

Það er miður að forstjórinn skuli vilja hafa umræðu um háspennulínu á þessum nótum. Undirritaður mun fyrir sitt leyti ekki taka þátt í þess háttar framsetningu né svara slíkum ummælum frekar.

Bergur Sigurðsson


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024