Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vegna fréttar um óheilsusamt andrúmsloft í Reykjaneshöll
Fimmtudagur 1. febrúar 2007 kl. 16:15

Vegna fréttar um óheilsusamt andrúmsloft í Reykjaneshöll

-Athugasemd frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Reykjanesbæjar

Vegna fréttar Víkurfrétta þann 1. febrúar um óheilsusamlegt andrúmsloft í Reykjaneshöll vill Reykjanesbær koma eftirfarandi á framfæri.

Reykjanesbær var fyrst bæjarfélaga til þess að taka í notkun fjölnota íþróttahús með gervigrasi og á þeim tíma var valið besta mögulega grasið sem völ var á þ.e. sandgras.
Næstu hús völdu gras með svörtu gúmmikurli, sem reyndust ekki nógu vel og nú er risið knattspyrnuhús á Akranesi sem er með grænt trefja-kurl sem talið er það besta sem völ er á í dag. Þessa gerð vill Reykjanesbær skoða betur fyrir Reykjaneshöllina.

Áætlaður endingartími gervigrassins í Reykjaneshöll var um10 ár en 7 ár eru nú frá því að það var lagt.

Reykjanesbær hefur kannað ýmsar leiðir til úrlausnar á svifrykinu og má þar nefna þá leið að skipta út sandinum á grasinu fyrir kurl en það reyndist ekki framkvæmanlegt þar sem grasið er of snöggt.
Að áliti sérfræðings frá fyrirtækinu Fjarhitun sem fengin var til þess að kanna málið, væri hægt að minnka verulega rykmengun með því að hækka loftraka í 70-80%. Svo hátt rakastig hefur hins vegar ýmis óþægindi í för með sér fyrir iðkendur auk þess sem það gæti skaðað innviði hússins.

Íþrótta- og tómstundaráð tók fyrir á fundi sínum þann 11. janúar s.l. erindi frá knattspyrnudeildum UMFN og Keflavíkur þar sem óskað er eftir því að grasinu verði skipt út og var ákveðið að kanna mögulega hagkvæma lausn til þess með því að finna kaupanda eða önnur not fyrir grasið utandyra á vegum Reykjanesbæjar,en þar sem kostnaður við nýtt gras er mikill eða 25 milljónir króna.

Unnið er að aðgerðaráætlun sem skilað verður til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja eins fljótt og kostur er, en tafir á henni hafa m.a. orsakast af upplýsingaöflun við kostnað og gerð nýs grass sem og nýtingarmöguleika þess sem fyrir er.

Frekari upplýsingar veitir íþrótta- og tómstundafulltrúi Ragnar Örn Pétursson s. 896 3310, [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024