Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 27. október 2003 kl. 09:32

Vegaspjall

Þeir sem aka eftir tengivegi upp með geymsluporti Húsasmiðjunnar,sem liggur að bílapartasölu B.G. og æfingasvæði knattspyrnumanna í Reykjanesbæ og skilja vegamál, hafa veitt því athygli að litli vegarspottinn hefur kvatt sér hljóðs og dásamað það hve Hafnargatan hefur fengið falleg klæði upp á síðkastið og hann getur ekki annað en hrósað Árna Sigfússyni fyrir það góða framtak að vera byrjaður að skipta um búning á helstu samgönguæðum bæjarins. En hann er svolítið hugsandi og pínulítið gramur yfir sinni stöðu og segist hafa heyrt menn bölva sér og segja . Af hverju er þessu ekki lokað, þegar þeir eiga leið um spottann og kallað sig vandræðabarnið, pollastræti, eða antikholurnar og sumir álíti að hann eigi að verða einskonar sýnishorn af gamla tímanum svo útlendingar geti heimsótt hann  á leið í Blálónið og geti síðar sagt frá því að þeir hafi fengið að sjá Afrískan götuspotta í Reykjanesbæ. Hann segist ekki muna hve lengi hann hafi vonað að sér yrði sýndur einhver sómi ,með nýrri yfirhöfn en þrátt fyrir vonir og bið eftir langþráðum breytingum, þá hafi vonbrigðin endurtekið sig aftur og aftur og ekkert hafi skeð. En þar sem hann sé notaður sem tengiliður milli Iðavalla og Reykjanesbrautar finnist sér, sem hann eigi nokkurn rétt í gatnakerfinu og hann segist ekki enn hafa gefið upp alla von um breytingar og ætli sér ekki að fara að leggjast í leiðindi nú á haustmánuðum, því hann hafi alltaf haft trú á hinu góða í lífinu. Og þetta með Jón eða  séra Jón.  Hann  gefur lítið fyrir það .
Já athyglisvert!
 
Jóhann Sveinsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024