Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 3. apríl 2003 kl. 15:45

Varstu eða ertu á myndlistanámskeiði hjá Félagi myndlistamanna á árinu 2002 - 2003?

Orðsending frá Félagi myndlistamanna í Reykjanesbæ til allra, barna og fullorðinna, sem verið hafa eða eru á námskeiðum hjá félaginu á síðasta ári.

Helgina 25. til 27. apríl n.k. verður haldin FRÍSTUNDAHELGI í Reykjanesbæ. Félag myndlistamanna hefur ákveðið að taka þátt í hátíðarhöldunum með því að hafa opna sýningu á myndum sem unnar voru á námseiðum vetrarins.Því leitum við til ykkar sem tókuð þátt í námskeiðunum og biðjum ykkur að lána verk til sýningarinnar. Gert er ráð fyrir einni mynd eða verki frá hverjum þáttakanda og þið megið sjálf velja það verk sem þið viljið sýna.
Hér er ekki um að ræða málverkasýningu, heldur yfirlitssýningu sem er ætlað að gefa mynd af því fjölbreytta starfi sem er hjá félaginu og um leið þeim mikla myndlistaáhuga sem er hjá suðurnesjamönnum.
Þeir sem eru tilbúnir að taka þátt í þessari skemmtilegu uppákomu eru beðnir að hafa samband við formann félagsins Hjördísi Árnadóttur s: 421 3389 og 862 5299 eða Þóru Jónsdóttur, varaformann s: 421 5197 sem fyrst.

Stjórnin
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024