Varnarliðsfólki boðin aðstoð
Í kjölfar uppsagna næstum 600 starfsmanna varnarliðsins ætla Reykjanesbær og sjö stéttarfélög bjóða upp á víðtæka þjónustu eins og atvinnuleit, sálgæslu og endurmenntun. Opnuð verður þjónustumiðstöð fyrir þá sem sagt verður upp þar sem boðið verður upp á áfallahjálp og aðstoð hjá vinnusálfræðingi, auk ráðningarþjónustu og námskeiðs í gerð ferilskrár. Sparisjóðurinn í Keflavík kemur einnig að verkefninu og veitir þeim sem þess óska ráðgjöf og aðstoð í sínum fjármálum.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, hvatti alla viðskiptavini Sparisjóðsins á Suðurnesjum og aðra sem vilja fara yfir sín fjármál til að hafa samband. Í ljósi aðstæðna væri nauðsynlegt að vera vel undirbúinn til að takast á við hugsanlegar breytingar á fjárhag. Úrræði væru margvísleg og skoða þyrfti þau mál með hverjum og einum.
Reykjanesbær, stéttarfélögin, Sparisjóðurinn og aðrir á Suðurnesjum leggja áherslu á að nálgast þetta verkefni á sem jákvæðastan hátt og taka höndum saman um að leysa vandann í sameiningu, segir í tilkynningu frá SpKef.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, hvatti alla viðskiptavini Sparisjóðsins á Suðurnesjum og aðra sem vilja fara yfir sín fjármál til að hafa samband. Í ljósi aðstæðna væri nauðsynlegt að vera vel undirbúinn til að takast á við hugsanlegar breytingar á fjárhag. Úrræði væru margvísleg og skoða þyrfti þau mál með hverjum og einum.
Reykjanesbær, stéttarfélögin, Sparisjóðurinn og aðrir á Suðurnesjum leggja áherslu á að nálgast þetta verkefni á sem jákvæðastan hátt og taka höndum saman um að leysa vandann í sameiningu, segir í tilkynningu frá SpKef.