Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Mánudagur 9. september 2002 kl. 16:42

Varnarliðið gerir athugasemd við ummæli verkalýðsleiðtoga

Varnarliðið hefur gert athugasemd við ummæli um verulega fækkun starfsmann á Keflavíkurflugvelli með tilkynningu til Víkurfrétta í dag: "Undanfarið hafa birst í fjölmiðlum ummæli verkalýðsleiðtoga á Suðurnesjum þess efnis að störfum á vegum varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli hafi stórlega fækkað á síðastliðnum árum.Ummæli þessi virðast á misskilningi byggð enda hefur heildarfjöldi starfsmanna varnarliðsins og verktaka og stofnana sem annast þjónustu við varnarliðið haldist stöðugur um 1.650 starfsmenn að jafnaði á síðustu 8 árum. Þannig voru starfsmenn alls 1.668 um síðastliðin áramót. Ávallt er eitthvað um sumarstörf en fjöldi þeirra er ekki afgerandi í þessu sambandi, enda tímabundin. Þá hafa orðið tilfærslur á milli verktaka eins og gera má ráð fyrir en slíkar tilfærslur hafa ekki haft áhrif á heildartölu starfa á vegum verktaka á svæðinu", segir í tilkynningu Varnarliðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024