Varnarliðið á Íslandi 1951 - 2001- sögubrot
Ríkisstjórnir Íslands og Bandaríkjanna sömdu um stofnun Varnarliðsins á Íslandi árið 1951, að tilmælum Norður-Atlantshafsbandalagsins, NATO. Varnarliðið kemur fram vegna skuldbindingar Atlantshafsbandalagsins og Bandaríkja Norður-Ameríku á vörnum Íslands og styður skuldbindingu Íslands vegna sameiginlegs öryggis bandalagsins.Bandarískt herlið kom fyrst til Íslands árið 1941 samkvæmt þríhliða
samningi um að Bandaríkjamenn leystu breska herliðið af hólmi, sem
hernumið hafði landið 10. maí 1940, og tækju að sér að tryggja öryggi
landsins. Bandaríkjaher lagði Keflavíkurflugvöll og notaði til
millilendingar fyrir herflugvélar á leið yfir Atlantshaf. Að
styrjöldinni lokinni hvarf allt herlið af landi brott og Bandaríkjamenn
afhentu Íslendingum flugvöllinn til eignar. Bandaríkjamenn fengu þó
áfram afnot af Keflavíkurflugvelli samkvæmt sérstökum samningi vegna
skuldbindinga sinna í Evrópu, og árið 1949 voru Íslendingar meðal 12
þjóða sem stofnuðu Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO. Þá var
ófriðvænlegt í heiminum og versnaði mjög er styrjöld braust út í Kóreu
árið eftir. Gerðu ríkin tvö með sér annan varnarsamning vorið 1951 sem
lagði grunn að stofnun varnarliðsins. Varnarliðsmenn leystu af hólmi
starfsmenn bandarísks verktakafyrirtækis sem rekið hafði
Keflavíkurflugvöll í umboði íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá
árinu 1947.
Fyrstu liðssveitir varnarliðsins komu til landsins 7. maí 1951 og voru
þær undir stjórn hershöfðingja í landhernum sem laut stjórn
Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna.
Liðssveitirnar fyrsta árið voru úr 278. fótgönguliðssveit Bandaríkjahers
sem annaðist varnir á landi, 107. flugþjónustusveit flotans og flugdeild
flotans sem önnuðust rekstur eftirlitsflugvéla af gerðinni P-2 *Neptune„
og 1400. bækistöðvarfylki flughersins sem annaðist rekstur
varnarstöðvarinnar og flugvallarins. Aðrar liðssveitir flughersins
heyrðu undir bækistöðvarfylkið uns Loftvarnaliði bandaríska flughersins
á Íslandi, sem tilheyrði flutningadeild hans en laut stjórn yfirmanns
varnarliðsins, var komið á fót í aprílmánuði 1952. Í júní sama ár tók
hershöfðingi úr flughernum við yfirstjórn varnarliðsins, enda skyldi
megináherslan í uppbyggingu þess lögð á loftvarnir.
Loftvarnaviðbúnaður varnarliðsins hófst með komu 932. ratsjársveitar og
192. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins haustið 1952. Flugsveitin
var búin eins hreyfils F-51 *Mustang„ flugvélum úr síðari heimsstyrjöld
enda engar þotur fáanlegar til þessa starfs á meðan Kóreustríðið
geisaði. Fyrstu orrustuþoturnar komu til landsins árið eftir er 82.
orrustuflugsveitin tók við loftvörnunum með þotum af gerðinni F-94B
*Starfire.„ Liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar sem flugu tveggja
hreyfla þotum af F-89 *Scorpion„ ˆgerð leystu félaga sína af hólmi í
nóvember 1954. Þá lét varnarliðið reisa fjórar ratsjárstöðvar, eina á
hverju landshorni, sem leiðbeina skyldu orrustuflugvélunum í veg fyrir
óþekktar flugvélar og voru þær allar komnar í notkun í ársbyrjun 1958.
Flug varnarliðsins var að mestu yfir sjó og varð það því að ráða yfir
fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. Á árunum
1952-1960 starfrækti 53. björgunarsveit flughersins björgunarflugvélar
af ýmsum gerðum og þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-19 á
Keflavíkurflugvelli í þessu skyni.
Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna
höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum
en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á
árunum 1947 ˆ 1951 er rekstur flugvallarins var í umsjá bandaríska
verktakafyrirtækisins. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með
þeim stærstu í heimi, mikilla endurbóta við. Ein flugbraut hafði verið
lengd í tíð bandaríska verktakans og ný flugstöð með hóteli reist ásamt
flugskýli, íbúðarhúsum, spítala og öðru húsnæði fyrir starfsemina.
Mannvirkin voru því engan vegin fullnægjandi fyrir hið nýja varnarlið
sem þegar hófst handa við skjóta uppbyggingu varnarstöðvarinnar. Voru
athafnasvæði flugvéla stækkuð verulega og tvö stór flugskýli reist auk
fjölda íbúða- og þjónustubygginga. Framkvæmdum þessum var að mestu lokið
árið 1957. Bandarískt byggingafyrirtæki hafði umsjón með verkefnum fyrir
varnarliðið í fyrstu og störfuðu íslensk verktakafyrirtæki sem
undirverktakar þess. Síðar samdist svo um að íslensk fyrirtæki skyldu
annast alla verktökuna og voru Íslenskir aðalverktakar og
Keflavíkurverktakar stofnaðir í því skyni árið 1954 og 1957. Helstu
verkefnin hafa verið endurnýjun flugvallar- og hernaðarmannvirkja og
bygging íbúðar- og þjónustuhúsnæðis fyrir varnarliðsmenn og fjölskyldur
þeirra sem allir búa á varnarsvæðinu.
Nokkrar breytingar urðu á skipan varnarliðsins á árunum 1960 og 1961.
Liðssveitir landhersins voru kallaðar heim í mars árið 1960 eftir að
skjótir herflutningar í lofti höfðu verið tryggðir og dvöl þeirra
hérlendis ekki lengur talin nauðsynleg.
Hinn 1. júlí 1961 voru aðalstöðvar ratsjárflugsveita Bandaríkjaflota á
Norður-Atlantshafi fluttar frá Nýfundnalandi til Keflavíkurflugvallar
vegna aukinna varnarumsvifa flotans. Bandaríkjafloti tók þá við rekstri
varnarstöðvarinnar af flughernum og var stjórn varnarliðsins um leið
falin flotaforingjanum sem annaðist stjórn ratsjárflugsveitanna, en þær
höfðu oft viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og hófu nú reglubundið
eftirlitsflug þaðan.
Umsvif flughers og flota Sovétríkjanna í nágrenni Íslands jukust til
muna á sjöunda áratugnum. 57. orrustuflugsveitin á Keflavíkurflugvelli
fékk nýjar flugvélar af gerðinni F-102A *Delta Dagger„ árið 1962 og hófu
þær brátt að fljúga í veg fyrir sovéskar herflugvélar sem þá voru farnar
að leggja leið sína inn á loftvarnasvæðið umhverfis landið.
Rekstri ratsjárstöðvanna á Straumnesfjalli á Vestfjörðum og Heiðarfjalli
á Langanesi var hætt árið 1960 og 1961 sökum erfiðleika og kostnaðar við
reksturinn. Þá hætti flotinn rekstri ratsjárflugsveita sinna á
Atlantshafi árið 1965. En þegar flug sovéskra herflugvéla jókst árið
1968 hóf flugherinn að gera út sínar eigin ratsjárflugvélar af gerðinni
EC-121 á Keflavíkurflugvelli. Þessar flugvélar voru sömu gerðar og þær
sem flotinn hafði notað og voru byggðar á farþegaflugvélinni *Locheed
Super Constellation„ og því komnar til ára sinna. Þær voru leystar af
hólmi í september 1978 af nýjum og byltingarkenndum ratsjárflugvélum af
gerðinni E-3A *Sentry„, sem gjarnan eru nefndar AWACS.
Til marks um mikilvægi loftvarnanna á Íslandi skal þess getið að
varnarliðið var fyrsta deild Bandaríkjahers erlendis sem fékk slíkar
flugvélar til afnota. Orrustuþotur varnarliðsins voru einnig
endurnýjaðar á áttunda áratugnum, fyrst með þotum af gerðinni F-4C
*Phantom II„ árið 1973 og endurbættri gerð þeirra, F-4E, fimm árum
síðar. Frekari endurnýjun átti sér stað árið 1985 er mun öflugri og
fullkomnari orrustuþotur af gerðinni F-15C *Eagle„ komu til landsins. Á
árunum 1962 - 1991 flugu liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar í veg
fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið ˆ fleiri en
allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins samanlagt.
Flugdeild flotans hefur ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í starfsemi
varnarliðsins, einkum eftir að umsvif sovéska Norðurflotans jukust á
sjöunda áratugnum. Eftirlitsflug með skipa- og kafbátaleitarflugvélum
hófst strax árið 1951 og nýjar flugvélar af gerðinni P-3 *Orion„ voru
sendar til starfa hér á landi strax og þær voru teknar í notkun á miðjum
sjöunda áratugnum. Eftirlit með skipaferðum er tiltölulega auðvelt, en
til að leita uppi kafbáta neðansjávar er stuðst við lítil flothylki með
hljóðnema og fjarskiptabúnaði. Hljóðbaujum þessum er lagt úr
flugvélinni á stóru svæði og nema þær hljóð frá skrúfu og vél kafbáts
sem á leið hjá. Áhöfn vélarinnar getur þannig miðað kafbátinn út og
fylgst með ferðum hans.
Hernaðarmáttur Sovétríkjanna jókst enn til muna á áttunda og níunda
áratugnum og var honum mætt m.a. með auknum varnarviðbúnað NATO á
Norður-Atlantshafi. Ráðist var í gagngera endurnýjun hernaðarmannvirkja
og búnaðar varnarliðsins, einkum á eftirlits- og stjórnkerfi, á
öndverðum níunda áratugnum. Olíuhöfn og birgðastöð var gerð í Helguvík
skammt norðan Keflavíkur, ratsjárstöðvarnar tvær á sunnanverðu landinu
voru endurnýjaðar með fullkomnum búnaði og tvær nýjar reistar á því
norðanverðu, mjög öflug flugskýli úr þykkri járnbentri steynsteypu voru
reist yfir F-15 orrustuflugvélarnar, ný stjórnstöð og fjarskiptamiðstöð
voru reistar og endurbætur gerðar á flugvellinum. Auk þess var byggð ný
flugstöð við norðanverðan flugvöllinn í samvinnu við Íslendinga til þess
aðskilja almennan flugrekstur frá varnarstöðinni.
Fjöldi sovéskra skipa, kafbáta og herflugvéla sem liðssveitir
varnarliðsins fylgdust með umhverfis landið hélt áfram að aukast á
níunda áratugnum, og náðu þessi umsvif hámarki árið 1986. Hollenski
flotinn hóf rekstur einnar P-3C Orion kafbátaleitarflugvéla sinna á
Keflavíkurflugvelli árið 1985 í samstarfi við varnarliðið.
Eftirlitsflugvélar annarra NATO þjóða hafa einnig flogið eftirlits- og
æfingaflug þaðan með reglubundnu millibili.
Við hrun Sovétríkjanna, upplausn Varsjárbandalagsins og lok kalda
stríðsins dró snögglega úr umferð óþekktra flugvéla, skipa og kafbáta
við landið. Var orrustuflugvélum varnarliðsins því fækkað úr 18 í 12
árið 1991 og rekstri AWACS ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli hætt í
júnímánuði árið eftir. Árið 1994 gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld
sérstaka bókun við varnarsamninginn sem kvað á um viðbúnað varnarliðsins
í ljósi gjörbreytts ástands öryggismála í Evrópu og við
Norður-Atlantshaf. Bandaríkin staðfestu skuldbindingar sínar í
varnarsamningnum og Íslendingar staðfestu að herlið Bandaríkjanna og
annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins skyldi áfram staðsett á Íslandi.
Orrustuflugvélum skyldi fækkað en a.m.k. fjórum þeirra haldið úti á
Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum viðbúnaði til virkra loftvarna.
Þá skyldi rekstri tveggja lítilla fjarskiptastöðva varnarliðsins hætt.
Í janúarmánuði árið 1995 lauk rúmlega fjögurra áratuga varðstöðu 57.
orrustuflugsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli er sveitin var lögð niður
og flugsveitir í Bandaríkjunum hófu að skiptast á um að leggja
varnarliðinu til fjórar til sex orrustuflugvélar í senn. Á árunum 1990
til 1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins þannig um helming, úr 37 í 18,
og hermönnum um þriðjung, úr 3.300 í 2.200.
Önnur bókun við varnarsamninginn árið 1996 kvað á um að stöðugleika
skyldi gætt í varnarsamstarfinu næstu fimm árin og stefnt skyldi að
lækkun kostnaðar við rekstur varnarliðsins.
Engar grundvallarbreytingar hafa orðið á starfsemi Varnarliðsins á
Íslandi síðan árið 1961 er Bandaríkjafloti tók við rekstri
varnarstöðvarinnar. Flotabækistöðin, sem endurskýrð var Flugbækistöð
Bandaríkjaflota á Keflavíkurflugvelli árið 1986, annast rekstur
varnarstöðvarinnar og þjónustu við aðrar deildir varnarliðsins,
Eftirlitsflugdeild flotans á austanverðu Norður-Atlantshafi annast
eftirlit með skipa- og kafbátaferðum úr lofti og 85. flugfylki
flughersins annast loftvarnir. Í varnaráætlunum er gert ráð fyrir að
senda liðsauka til landsins á hættutímum, þ. á m. landher, ef aðstæður
gefa tilefni til.
Eftir brottför landhersins árið 1960 skiptust landherinn og landgöngulið
flotans í Bandaríkjunum á um að leggja til þann liðsauka til varnar á
landi sem fluttur yrði til Íslands á hættutímum. Á öndverðum níunda
áratugnum var stofnuð í Bandaríkjunum sérstök herstjórnardeild
landhersins til þess að hafa umsjón með þessum liðsaukasveitum. Hófust
þá reglubundnar varnaræfingar með liðsaukaflutningum til landsins annað
hvert ár undir nafninu Norðurvíkingur. Á árunum 1983-1993 höfðu liðsmenn
187. fótgönguliðsstórfylkis og 167. stuðningsfylkis úr varaliði
Bandaríkjahers þetta verkefni, en þá tóku þjóðvarðliðar Virginíuríkis
við og síðar Þjóðvarðlið New York ríkis og Illinois og er 167.
stuðningsfylkið því til aðstoðar.
Bandaríkjafloti tók við rekstri björgunarflugvéla og þyrlna á
Keflavíkurflugvelli árið 1961 og tók brátt í notkun þyrlur af gerðinni
Sikorsky SH-53J *Seabat„. Þyrlur voru ennþá fremur skammdrægar en
langdrægar björgunarflugvélar önnuðust leit á lengri leiðum og vörpuðu
björgunarbúnaði til nauðstaddra. Tíu árum síðar hóf björgunarsveit
flughersins, Detachment 14, starfsemi á Keflavíkurflugvelli og olli sú
breyting gjörbyltingu í þyrlubjörgun hér á landi. Sveitin var útibú frá
björgunarsveit í Bretlandi hafði til umráða þrjár stórar þyrlur af
gerðinni Sikorsky HH-3 *Jolly Green Giant„. Langdrægi þessara nýju
þyrlna var nánast ótakmarkað þar eð þær gátu tekið eldsneyti á flugi úr
björgunarflugvél af Herkúles-gerð sem fylgdi þeim. Det. 14 var gerð að
sjálfstæðri flugsveit, 56. björgunarflugsveitinni, árið 1988 og í
ársbyrjun 1991 fékk hún nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-56G *Pave
Hawk„. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa
af mörgum þjóðernum síðan árið 1971.
Varnarliðið í dag
Í varnarliðinu eru sveitir flughers og flota undir stjórn bandarísks
flotaforingja sem heyrir undir herstjórnir Bandaríkjanna og
Atlantshafsbandalagsins. Flugdeild Bandaríkjaflota annast skipa- og
kafbátavarnir, en loftvarnir eru í höndum flughersins og
þjónustustarfsemi í höndum flugbækistöðvar flotans á
Keflavíkurflugvelli. Rekur hún m.a. flugvöllinn, húsnæði og veitu-,
birgða- og þjónustustofnanir byggðarlagsins. Fjórði hluti liðsins eru
varaliðssveitir Bandaríkjahers sem sendar yrðu til landsins til að
styrkja varnirnar ef hættuástand skapaðist.
Utanríkisráðherra Íslands og sendiherra Bandaríkjanna í Reykjavík fara
með framkvæmd varnarsamningsins. Sameiginleg varnarmálanefnd, sem í eiga
sæti fulltrúar íslenskra stjórnvalda og æðstu yfirmenn varnarliðsins,
fjallar um dagleg málefni varðandi framkvæmdina.
Fjórar ratsjárstöðvar varnarliðsins fylgjast með flugumferð umhverfis
landið. Allt almennt flug fer eftir flugáætlunum sem sendar eru
flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Komi óþekkt flugvél inn á
loftvarnarsvæði landsins er það varnarliðsins að bera kennsl á hana.
Loftvarnarsvæðið er alþjóðlegt flugsvæði upp að mörkum 12 mílna
lofthelginnar, en áskilinn er réttur til að vita hvaða flugumferð er
innan þess hverju sinni.
Verði flugvélar vart sem ekki verður skilgreind af flugáætlun, eða með
öðru móti, eru orrustuþotur flughersins sendar í veg fyrir hana til
skoðunar. A.m.k. fjórar orrustuþotur af gerðinni F-15 eða F-16 eru
ávallt staðsettar á Keflavíkurflugvelli í þessu skyni ásamt
eldsneytisbirgðaflugvél af gerðinni KC-135 sem gefur þeim eldsneyti á
flugi.
Til að fylgjast með ferðum skipa og kafbáta eru að jafnaði fjórar
eftirlitsflugvélar bandaríska flotans af gerðinni P-3C Orion og ein
samskonar flugvél hollenska flotans á Keflavíkurflugvelli.
Eftirlit með skipaferðum er tiltölulega auðvelt, en til að leita uppi
kafbáta neðansjávar er stuðst við lítil flothylki með hljóðnema og
fjarskiptabúnaði. Hljóðbaujum þessum er lagt úr flugvélinni á stóru
svæði og nema þær hljóð frá skrúfu og vél kafbáts sem á leið hjá. Áhöfn
vélarinnar getur þannig miðað kafbátinn út og fylgst með ferðum hans.
Flug varnarliðsins er að mestu yfir sjó og verður það að ráða yfir
fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. 56.
björgunarsveit bandaríska flughersins annast þennan mikilvæga þátt með
fimm björgunarþyrlum af gerðinni Sikorsky HH-60G á Keflavíkurflugvelli.
Þá er þar ein HC-130 Herkúles björgunarflugvél á sem leiðbeinir þyrlunum
og gefur þeim eldsneyti á flugi. Varnarliðið hefur sem betur fer ekki
oft þurft að grípa til björgunarsveitarinnar í eigin þágu, en hún er
ávallt reiðubúin og veitir oft aðstoð við leit og björgun samkvæmt
samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Hefur björgunarsveitin hlotið
viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til
landsins árið 1971.
Til aukins hagræðis í rekstri og viðhaldi er skipt reglulega um
flugvélar og áhafnir í flugflota varnarliðsins. Sjá flugsveitir í
Bandaríkjunum um að leggja varnarliðinu til flugvélar í allt frá einni
viku til sex mánaða í senn. Sama gildir um eftirlitsflugvél hollenska
flotans, en ekki um björgunarþyrlurnar sem hér hafa fasta viðdvöl.
Stór hluti daglegs starfs og áætlanagerðar varnarliðsins snýr að vörnum
landsins og þætti þess í varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. Eitt
höfuðatriðið er rekstur Keflavíkurflugvallar sem auk varnarhlutverksins
er mjög þýðingarmikill í áætlunum bandalagsins um liðsflutninga til
Evrópu svo og vegna alþjóðaflugsins yfir Norður-Atlantshaf.
Í Varnaliðinu eru alls um 1.900 hermenn af báðum kynjum sem búa ásamt um
það bil 2.000 mökum sínum og börnum í varnarstöðinni. Auk
Bandaríkjamanna, eru þar að jafnaði um 20 liðsmenn flugdeildar hollenska
flotans og í aðalstöðvum varnarliðsins starfa fulltrúar frá Kanada,
Hollandi, Danmörku og Noregi. Varnarliðsmenn dvelja hér í allt frá einni
viku og upp í 18 mánuði séu þeir einir á ferð en óski þeir að hafa
fjölskyldu sína hjá sér er dvalartíminn 2-3 ár. Varnarstöðin á
Keflavíkurflugvelli er þrettándi stærsti byggðarkjarni landsins og er
þar að finna allar almennar þjónustustofnanir svo sem verslanir, skóla,
kirkju, fjölmiðla, tómstundaheimili, veitingahús og skemmtistaði. 850
Íslendingar starfa hjá varnarliðinu og aðrir 800 hjá íslenskum
fyrirtækjum sem annast verklegar framkvæmdir og aðra þjónustu á
Keflavíkurflugvelli. Laun þeirra og kjör eru í samræmi við íslenska
kjarasamninga. Engir Íslensku starfsmannanna búa í varnarstöðinni.
Upplýsingaskrifstofa varnarliðsins.
Maí 2001.
samningi um að Bandaríkjamenn leystu breska herliðið af hólmi, sem
hernumið hafði landið 10. maí 1940, og tækju að sér að tryggja öryggi
landsins. Bandaríkjaher lagði Keflavíkurflugvöll og notaði til
millilendingar fyrir herflugvélar á leið yfir Atlantshaf. Að
styrjöldinni lokinni hvarf allt herlið af landi brott og Bandaríkjamenn
afhentu Íslendingum flugvöllinn til eignar. Bandaríkjamenn fengu þó
áfram afnot af Keflavíkurflugvelli samkvæmt sérstökum samningi vegna
skuldbindinga sinna í Evrópu, og árið 1949 voru Íslendingar meðal 12
þjóða sem stofnuðu Norður-Atlantshafsbandalagið, NATO. Þá var
ófriðvænlegt í heiminum og versnaði mjög er styrjöld braust út í Kóreu
árið eftir. Gerðu ríkin tvö með sér annan varnarsamning vorið 1951 sem
lagði grunn að stofnun varnarliðsins. Varnarliðsmenn leystu af hólmi
starfsmenn bandarísks verktakafyrirtækis sem rekið hafði
Keflavíkurflugvöll í umboði íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá
árinu 1947.
Fyrstu liðssveitir varnarliðsins komu til landsins 7. maí 1951 og voru
þær undir stjórn hershöfðingja í landhernum sem laut stjórn
Atlantshafsherstjórnar NATO og Atlantshafsherstjórnar Bandaríkjanna.
Liðssveitirnar fyrsta árið voru úr 278. fótgönguliðssveit Bandaríkjahers
sem annaðist varnir á landi, 107. flugþjónustusveit flotans og flugdeild
flotans sem önnuðust rekstur eftirlitsflugvéla af gerðinni P-2 *Neptune„
og 1400. bækistöðvarfylki flughersins sem annaðist rekstur
varnarstöðvarinnar og flugvallarins. Aðrar liðssveitir flughersins
heyrðu undir bækistöðvarfylkið uns Loftvarnaliði bandaríska flughersins
á Íslandi, sem tilheyrði flutningadeild hans en laut stjórn yfirmanns
varnarliðsins, var komið á fót í aprílmánuði 1952. Í júní sama ár tók
hershöfðingi úr flughernum við yfirstjórn varnarliðsins, enda skyldi
megináherslan í uppbyggingu þess lögð á loftvarnir.
Loftvarnaviðbúnaður varnarliðsins hófst með komu 932. ratsjársveitar og
192. orrustuflugsveitar bandaríska flughersins haustið 1952. Flugsveitin
var búin eins hreyfils F-51 *Mustang„ flugvélum úr síðari heimsstyrjöld
enda engar þotur fáanlegar til þessa starfs á meðan Kóreustríðið
geisaði. Fyrstu orrustuþoturnar komu til landsins árið eftir er 82.
orrustuflugsveitin tók við loftvörnunum með þotum af gerðinni F-94B
*Starfire.„ Liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar sem flugu tveggja
hreyfla þotum af F-89 *Scorpion„ ˆgerð leystu félaga sína af hólmi í
nóvember 1954. Þá lét varnarliðið reisa fjórar ratsjárstöðvar, eina á
hverju landshorni, sem leiðbeina skyldu orrustuflugvélunum í veg fyrir
óþekktar flugvélar og voru þær allar komnar í notkun í ársbyrjun 1958.
Flug varnarliðsins var að mestu yfir sjó og varð það því að ráða yfir
fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. Á árunum
1952-1960 starfrækti 53. björgunarsveit flughersins björgunarflugvélar
af ýmsum gerðum og þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-19 á
Keflavíkurflugvelli í þessu skyni.
Húsnæði varnarliðsins var mjög takmarkað í fyrstu. Þúsundir hermanna
höfðu búið í braggahverfum í námunda við flugvöllinn á styrjaldarárunum
en flestar þessara bráðabirgðabygginga voru rifnar eða gengu úr sér á
árunum 1947 ˆ 1951 er rekstur flugvallarins var í umsjá bandaríska
verktakafyrirtækisins. Þá þurfti flugvöllurinn, sem upphaflega var með
þeim stærstu í heimi, mikilla endurbóta við. Ein flugbraut hafði verið
lengd í tíð bandaríska verktakans og ný flugstöð með hóteli reist ásamt
flugskýli, íbúðarhúsum, spítala og öðru húsnæði fyrir starfsemina.
Mannvirkin voru því engan vegin fullnægjandi fyrir hið nýja varnarlið
sem þegar hófst handa við skjóta uppbyggingu varnarstöðvarinnar. Voru
athafnasvæði flugvéla stækkuð verulega og tvö stór flugskýli reist auk
fjölda íbúða- og þjónustubygginga. Framkvæmdum þessum var að mestu lokið
árið 1957. Bandarískt byggingafyrirtæki hafði umsjón með verkefnum fyrir
varnarliðið í fyrstu og störfuðu íslensk verktakafyrirtæki sem
undirverktakar þess. Síðar samdist svo um að íslensk fyrirtæki skyldu
annast alla verktökuna og voru Íslenskir aðalverktakar og
Keflavíkurverktakar stofnaðir í því skyni árið 1954 og 1957. Helstu
verkefnin hafa verið endurnýjun flugvallar- og hernaðarmannvirkja og
bygging íbúðar- og þjónustuhúsnæðis fyrir varnarliðsmenn og fjölskyldur
þeirra sem allir búa á varnarsvæðinu.
Nokkrar breytingar urðu á skipan varnarliðsins á árunum 1960 og 1961.
Liðssveitir landhersins voru kallaðar heim í mars árið 1960 eftir að
skjótir herflutningar í lofti höfðu verið tryggðir og dvöl þeirra
hérlendis ekki lengur talin nauðsynleg.
Hinn 1. júlí 1961 voru aðalstöðvar ratsjárflugsveita Bandaríkjaflota á
Norður-Atlantshafi fluttar frá Nýfundnalandi til Keflavíkurflugvallar
vegna aukinna varnarumsvifa flotans. Bandaríkjafloti tók þá við rekstri
varnarstöðvarinnar af flughernum og var stjórn varnarliðsins um leið
falin flotaforingjanum sem annaðist stjórn ratsjárflugsveitanna, en þær
höfðu oft viðdvöl á Keflavíkurflugvelli og hófu nú reglubundið
eftirlitsflug þaðan.
Umsvif flughers og flota Sovétríkjanna í nágrenni Íslands jukust til
muna á sjöunda áratugnum. 57. orrustuflugsveitin á Keflavíkurflugvelli
fékk nýjar flugvélar af gerðinni F-102A *Delta Dagger„ árið 1962 og hófu
þær brátt að fljúga í veg fyrir sovéskar herflugvélar sem þá voru farnar
að leggja leið sína inn á loftvarnasvæðið umhverfis landið.
Rekstri ratsjárstöðvanna á Straumnesfjalli á Vestfjörðum og Heiðarfjalli
á Langanesi var hætt árið 1960 og 1961 sökum erfiðleika og kostnaðar við
reksturinn. Þá hætti flotinn rekstri ratsjárflugsveita sinna á
Atlantshafi árið 1965. En þegar flug sovéskra herflugvéla jókst árið
1968 hóf flugherinn að gera út sínar eigin ratsjárflugvélar af gerðinni
EC-121 á Keflavíkurflugvelli. Þessar flugvélar voru sömu gerðar og þær
sem flotinn hafði notað og voru byggðar á farþegaflugvélinni *Locheed
Super Constellation„ og því komnar til ára sinna. Þær voru leystar af
hólmi í september 1978 af nýjum og byltingarkenndum ratsjárflugvélum af
gerðinni E-3A *Sentry„, sem gjarnan eru nefndar AWACS.
Til marks um mikilvægi loftvarnanna á Íslandi skal þess getið að
varnarliðið var fyrsta deild Bandaríkjahers erlendis sem fékk slíkar
flugvélar til afnota. Orrustuþotur varnarliðsins voru einnig
endurnýjaðar á áttunda áratugnum, fyrst með þotum af gerðinni F-4C
*Phantom II„ árið 1973 og endurbættri gerð þeirra, F-4E, fimm árum
síðar. Frekari endurnýjun átti sér stað árið 1985 er mun öflugri og
fullkomnari orrustuþotur af gerðinni F-15C *Eagle„ komu til landsins. Á
árunum 1962 - 1991 flugu liðsmenn 57. orrustuflugsveitarinnar í veg
fyrir rúmlega 3.000 sovéskar herflugvélar umhverfis landið ˆ fleiri en
allar aðrar flugsveitir bandaríska flughersins samanlagt.
Flugdeild flotans hefur ávallt gegnt mikilvægu hlutverki í starfsemi
varnarliðsins, einkum eftir að umsvif sovéska Norðurflotans jukust á
sjöunda áratugnum. Eftirlitsflug með skipa- og kafbátaleitarflugvélum
hófst strax árið 1951 og nýjar flugvélar af gerðinni P-3 *Orion„ voru
sendar til starfa hér á landi strax og þær voru teknar í notkun á miðjum
sjöunda áratugnum. Eftirlit með skipaferðum er tiltölulega auðvelt, en
til að leita uppi kafbáta neðansjávar er stuðst við lítil flothylki með
hljóðnema og fjarskiptabúnaði. Hljóðbaujum þessum er lagt úr
flugvélinni á stóru svæði og nema þær hljóð frá skrúfu og vél kafbáts
sem á leið hjá. Áhöfn vélarinnar getur þannig miðað kafbátinn út og
fylgst með ferðum hans.
Hernaðarmáttur Sovétríkjanna jókst enn til muna á áttunda og níunda
áratugnum og var honum mætt m.a. með auknum varnarviðbúnað NATO á
Norður-Atlantshafi. Ráðist var í gagngera endurnýjun hernaðarmannvirkja
og búnaðar varnarliðsins, einkum á eftirlits- og stjórnkerfi, á
öndverðum níunda áratugnum. Olíuhöfn og birgðastöð var gerð í Helguvík
skammt norðan Keflavíkur, ratsjárstöðvarnar tvær á sunnanverðu landinu
voru endurnýjaðar með fullkomnum búnaði og tvær nýjar reistar á því
norðanverðu, mjög öflug flugskýli úr þykkri járnbentri steynsteypu voru
reist yfir F-15 orrustuflugvélarnar, ný stjórnstöð og fjarskiptamiðstöð
voru reistar og endurbætur gerðar á flugvellinum. Auk þess var byggð ný
flugstöð við norðanverðan flugvöllinn í samvinnu við Íslendinga til þess
aðskilja almennan flugrekstur frá varnarstöðinni.
Fjöldi sovéskra skipa, kafbáta og herflugvéla sem liðssveitir
varnarliðsins fylgdust með umhverfis landið hélt áfram að aukast á
níunda áratugnum, og náðu þessi umsvif hámarki árið 1986. Hollenski
flotinn hóf rekstur einnar P-3C Orion kafbátaleitarflugvéla sinna á
Keflavíkurflugvelli árið 1985 í samstarfi við varnarliðið.
Eftirlitsflugvélar annarra NATO þjóða hafa einnig flogið eftirlits- og
æfingaflug þaðan með reglubundnu millibili.
Við hrun Sovétríkjanna, upplausn Varsjárbandalagsins og lok kalda
stríðsins dró snögglega úr umferð óþekktra flugvéla, skipa og kafbáta
við landið. Var orrustuflugvélum varnarliðsins því fækkað úr 18 í 12
árið 1991 og rekstri AWACS ratsjárflugvéla á Keflavíkurflugvelli hætt í
júnímánuði árið eftir. Árið 1994 gerðu íslensk og bandarísk stjórnvöld
sérstaka bókun við varnarsamninginn sem kvað á um viðbúnað varnarliðsins
í ljósi gjörbreytts ástands öryggismála í Evrópu og við
Norður-Atlantshaf. Bandaríkin staðfestu skuldbindingar sínar í
varnarsamningnum og Íslendingar staðfestu að herlið Bandaríkjanna og
annarra ríkja Atlantshafsbandalagsins skyldi áfram staðsett á Íslandi.
Orrustuflugvélum skyldi fækkað en a.m.k. fjórum þeirra haldið úti á
Keflavíkurflugvelli ásamt nauðsynlegum viðbúnaði til virkra loftvarna.
Þá skyldi rekstri tveggja lítilla fjarskiptastöðva varnarliðsins hætt.
Í janúarmánuði árið 1995 lauk rúmlega fjögurra áratuga varðstöðu 57.
orrustuflugsveitarinnar á Keflavíkurflugvelli er sveitin var lögð niður
og flugsveitir í Bandaríkjunum hófu að skiptast á um að leggja
varnarliðinu til fjórar til sex orrustuflugvélar í senn. Á árunum 1990
til 1996 fækkaði flugvélum varnarliðsins þannig um helming, úr 37 í 18,
og hermönnum um þriðjung, úr 3.300 í 2.200.
Önnur bókun við varnarsamninginn árið 1996 kvað á um að stöðugleika
skyldi gætt í varnarsamstarfinu næstu fimm árin og stefnt skyldi að
lækkun kostnaðar við rekstur varnarliðsins.
Engar grundvallarbreytingar hafa orðið á starfsemi Varnarliðsins á
Íslandi síðan árið 1961 er Bandaríkjafloti tók við rekstri
varnarstöðvarinnar. Flotabækistöðin, sem endurskýrð var Flugbækistöð
Bandaríkjaflota á Keflavíkurflugvelli árið 1986, annast rekstur
varnarstöðvarinnar og þjónustu við aðrar deildir varnarliðsins,
Eftirlitsflugdeild flotans á austanverðu Norður-Atlantshafi annast
eftirlit með skipa- og kafbátaferðum úr lofti og 85. flugfylki
flughersins annast loftvarnir. Í varnaráætlunum er gert ráð fyrir að
senda liðsauka til landsins á hættutímum, þ. á m. landher, ef aðstæður
gefa tilefni til.
Eftir brottför landhersins árið 1960 skiptust landherinn og landgöngulið
flotans í Bandaríkjunum á um að leggja til þann liðsauka til varnar á
landi sem fluttur yrði til Íslands á hættutímum. Á öndverðum níunda
áratugnum var stofnuð í Bandaríkjunum sérstök herstjórnardeild
landhersins til þess að hafa umsjón með þessum liðsaukasveitum. Hófust
þá reglubundnar varnaræfingar með liðsaukaflutningum til landsins annað
hvert ár undir nafninu Norðurvíkingur. Á árunum 1983-1993 höfðu liðsmenn
187. fótgönguliðsstórfylkis og 167. stuðningsfylkis úr varaliði
Bandaríkjahers þetta verkefni, en þá tóku þjóðvarðliðar Virginíuríkis
við og síðar Þjóðvarðlið New York ríkis og Illinois og er 167.
stuðningsfylkið því til aðstoðar.
Bandaríkjafloti tók við rekstri björgunarflugvéla og þyrlna á
Keflavíkurflugvelli árið 1961 og tók brátt í notkun þyrlur af gerðinni
Sikorsky SH-53J *Seabat„. Þyrlur voru ennþá fremur skammdrægar en
langdrægar björgunarflugvélar önnuðust leit á lengri leiðum og vörpuðu
björgunarbúnaði til nauðstaddra. Tíu árum síðar hóf björgunarsveit
flughersins, Detachment 14, starfsemi á Keflavíkurflugvelli og olli sú
breyting gjörbyltingu í þyrlubjörgun hér á landi. Sveitin var útibú frá
björgunarsveit í Bretlandi hafði til umráða þrjár stórar þyrlur af
gerðinni Sikorsky HH-3 *Jolly Green Giant„. Langdrægi þessara nýju
þyrlna var nánast ótakmarkað þar eð þær gátu tekið eldsneyti á flugi úr
björgunarflugvél af Herkúles-gerð sem fylgdi þeim. Det. 14 var gerð að
sjálfstæðri flugsveit, 56. björgunarflugsveitinni, árið 1988 og í
ársbyrjun 1991 fékk hún nýjar þyrlur af gerðinni Sikorsky HH-56G *Pave
Hawk„. Sveitin hefur hlotið viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa
af mörgum þjóðernum síðan árið 1971.
Varnarliðið í dag
Í varnarliðinu eru sveitir flughers og flota undir stjórn bandarísks
flotaforingja sem heyrir undir herstjórnir Bandaríkjanna og
Atlantshafsbandalagsins. Flugdeild Bandaríkjaflota annast skipa- og
kafbátavarnir, en loftvarnir eru í höndum flughersins og
þjónustustarfsemi í höndum flugbækistöðvar flotans á
Keflavíkurflugvelli. Rekur hún m.a. flugvöllinn, húsnæði og veitu-,
birgða- og þjónustustofnanir byggðarlagsins. Fjórði hluti liðsins eru
varaliðssveitir Bandaríkjahers sem sendar yrðu til landsins til að
styrkja varnirnar ef hættuástand skapaðist.
Utanríkisráðherra Íslands og sendiherra Bandaríkjanna í Reykjavík fara
með framkvæmd varnarsamningsins. Sameiginleg varnarmálanefnd, sem í eiga
sæti fulltrúar íslenskra stjórnvalda og æðstu yfirmenn varnarliðsins,
fjallar um dagleg málefni varðandi framkvæmdina.
Fjórar ratsjárstöðvar varnarliðsins fylgjast með flugumferð umhverfis
landið. Allt almennt flug fer eftir flugáætlunum sem sendar eru
flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík. Komi óþekkt flugvél inn á
loftvarnarsvæði landsins er það varnarliðsins að bera kennsl á hana.
Loftvarnarsvæðið er alþjóðlegt flugsvæði upp að mörkum 12 mílna
lofthelginnar, en áskilinn er réttur til að vita hvaða flugumferð er
innan þess hverju sinni.
Verði flugvélar vart sem ekki verður skilgreind af flugáætlun, eða með
öðru móti, eru orrustuþotur flughersins sendar í veg fyrir hana til
skoðunar. A.m.k. fjórar orrustuþotur af gerðinni F-15 eða F-16 eru
ávallt staðsettar á Keflavíkurflugvelli í þessu skyni ásamt
eldsneytisbirgðaflugvél af gerðinni KC-135 sem gefur þeim eldsneyti á
flugi.
Til að fylgjast með ferðum skipa og kafbáta eru að jafnaði fjórar
eftirlitsflugvélar bandaríska flotans af gerðinni P-3C Orion og ein
samskonar flugvél hollenska flotans á Keflavíkurflugvelli.
Eftirlit með skipaferðum er tiltölulega auðvelt, en til að leita uppi
kafbáta neðansjávar er stuðst við lítil flothylki með hljóðnema og
fjarskiptabúnaði. Hljóðbaujum þessum er lagt úr flugvélinni á stóru
svæði og nema þær hljóð frá skrúfu og vél kafbáts sem á leið hjá. Áhöfn
vélarinnar getur þannig miðað kafbátinn út og fylgst með ferðum hans.
Flug varnarliðsins er að mestu yfir sjó og verður það að ráða yfir
fljótvirkum og öruggum björgunartækjum ef slys bæri að höndum. 56.
björgunarsveit bandaríska flughersins annast þennan mikilvæga þátt með
fimm björgunarþyrlum af gerðinni Sikorsky HH-60G á Keflavíkurflugvelli.
Þá er þar ein HC-130 Herkúles björgunarflugvél á sem leiðbeinir þyrlunum
og gefur þeim eldsneyti á flugi. Varnarliðið hefur sem betur fer ekki
oft þurft að grípa til björgunarsveitarinnar í eigin þágu, en hún er
ávallt reiðubúin og veitir oft aðstoð við leit og björgun samkvæmt
samkomulagi við íslensk stjórnvöld. Hefur björgunarsveitin hlotið
viðurkenningu fyrir björgun um 300 mannslífa frá því að hún kom til
landsins árið 1971.
Til aukins hagræðis í rekstri og viðhaldi er skipt reglulega um
flugvélar og áhafnir í flugflota varnarliðsins. Sjá flugsveitir í
Bandaríkjunum um að leggja varnarliðinu til flugvélar í allt frá einni
viku til sex mánaða í senn. Sama gildir um eftirlitsflugvél hollenska
flotans, en ekki um björgunarþyrlurnar sem hér hafa fasta viðdvöl.
Stór hluti daglegs starfs og áætlanagerðar varnarliðsins snýr að vörnum
landsins og þætti þess í varnarkerfi Atlantshafsbandalagsins. Eitt
höfuðatriðið er rekstur Keflavíkurflugvallar sem auk varnarhlutverksins
er mjög þýðingarmikill í áætlunum bandalagsins um liðsflutninga til
Evrópu svo og vegna alþjóðaflugsins yfir Norður-Atlantshaf.
Í Varnaliðinu eru alls um 1.900 hermenn af báðum kynjum sem búa ásamt um
það bil 2.000 mökum sínum og börnum í varnarstöðinni. Auk
Bandaríkjamanna, eru þar að jafnaði um 20 liðsmenn flugdeildar hollenska
flotans og í aðalstöðvum varnarliðsins starfa fulltrúar frá Kanada,
Hollandi, Danmörku og Noregi. Varnarliðsmenn dvelja hér í allt frá einni
viku og upp í 18 mánuði séu þeir einir á ferð en óski þeir að hafa
fjölskyldu sína hjá sér er dvalartíminn 2-3 ár. Varnarstöðin á
Keflavíkurflugvelli er þrettándi stærsti byggðarkjarni landsins og er
þar að finna allar almennar þjónustustofnanir svo sem verslanir, skóla,
kirkju, fjölmiðla, tómstundaheimili, veitingahús og skemmtistaði. 850
Íslendingar starfa hjá varnarliðinu og aðrir 800 hjá íslenskum
fyrirtækjum sem annast verklegar framkvæmdir og aðra þjónustu á
Keflavíkurflugvelli. Laun þeirra og kjör eru í samræmi við íslenska
kjarasamninga. Engir Íslensku starfsmannanna búa í varnarstöðinni.
Upplýsingaskrifstofa varnarliðsins.
Maí 2001.