Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Varanaglinn úr Njarðvík
Fimmtudagur 10. maí 2007 kl. 11:26

Varanaglinn úr Njarðvík

Ég hef lengi vitað að framsóknarfólk sér heiminn í öðru ljósi en við hin. Ég vissi hins vegar ekki að sjálfsblekking væri einn af fylgifiskum framsóknarmennskunnar eins og kom fram í grein Eysteins Jónssonar og Kjartans Más Kjartanssonar í hefti Víkurfrétta í síðustu viku (3. maí). Þeir félagar halda því fram að naglinn úr Njarðvík sé eini Suðurnesjamaðurinn sem sé í baráttusæti í komandi þingkosningum. Sannleikurinn er hins vegar sá að framsóknarmenn berjast fyrir því að tryggja landbúnaðarráðherra áframhaldandi þingsetu og ef vel gengur gætu þeir hugsanlega tryggt meðreiðarsveini hans af Suðurlandinu, Bjarna Harðarsyni, þingsæti. Fyrir Njarðvíkinginn Helgu Sigrúnu er spurningin hins vegar hvort hún verður fyrsti eða annar varanagli framsóknarmanna í Suðurkjördæmi, en þingsætið sjálft er aðeins fjarlægur draumur.

Þó svo að gott sé að vera bjartsýnn í anda framsóknarmanna, verðum við Suðurnesjamenn að vera í tegnslum við veruleikann þegar við gerum upp hug okkar fyrir kosningarnar. Sannleikurinn er nefnilega sá að Samfylkingarkonan Guðný Hrund Karlsdóttir er eini Suðurnesjamaðurinn sem er í raunverulegu baráttusæti í komandi kosningum. Við hljótum því að fylkja okkur að baki svo öflugu þingmannsefni og gera okkar til að tryggja að Suðurnesin eigi kraftmikinn talsmann á Alþingi. Látum atkvæði okkar skipta máli og kjósum Guðnýju Hrund á Alþingi. Setjum X við S á kjördag.

Ólafur Þór Ólafsson
bæjarfulltrúi í Sandgerði

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024