Var rétt að málum staðið við Grænuborg?
Mannvirki við Grænuborg. Vegna meðhöndlunar Víkurfrétta og álit ritstjóra (Karlinn á kassanum) þess á umfjöllun um nýlega uppsett mannvirki við Grænuborg er rétt að upplýsa lesendur blaðsins um eftirfarandi staðreyndir úr lögum og reglum þessa lands, sem jafnframt ná til þegna Reykjanesbæjar.
Samkvæmt Þjóðminjalögum nr. 107/2001 teljast til fornleifa hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi eða deiliskipulagi eða endurskoðun þess og skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög standa straum af kostnaði við skráninguna. Fornleifavernd ríkisins ákveður hvaða fornleifar skulu friðlýstar. Friðlýsing getur náð til nánasta umhverfis hins friðlýsta minjastaðar. Sú regla gildir hér á landi að allar mannvistarleyfar eldri en 100 ára teljast til fornleifa. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort. Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðlýsingar áfram. Þjóðminjasafn Íslands fer með minjavörslu á Reykjanessvæði.
Samkvæmt skipulags- og byggingalög nr. 73/1997 er landið allt skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. ákvæði 43. gr. þessara laga um veitingu byggingarleyfis og ákvæði 27. gr. um veitingu framkvæmdaleyfis. Ef innan marka skipulagssvæðis eru einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar, náttúruminjar eða trjágróður sem æskilegt er talið að varðveita vegna sögulegs, náttúrulegs eða menningarlegs gildis, án þess að um lögformlega friðun sé að ræða, skal setja í viðkomandi skipulagsáætlun ákvæði um hverfisvernd. Mannvirki, sem undanþegin eru byggingarleyfi, skulu byggð í samræmi við skipulagsákvæði skv. III. kafla laga þessara. Leiki vafi á því hvort mannvirki er háð byggingarleyfi skal leita niðurstöðu úrskurðarnefndar. Í byggingarreglugerð skal mælt fyrir um kröfur sem gera skal til hönnunar og mannvirkja um útlit og samsvörun við næsta umhverfi, hagkvæmni og notagildi.
Byggingarnefnd fjallar um byggingarleyfisumsóknir sem berast og ályktar um úrlausn þeirra til viðkomandi sveitarstjórnar. Nefndin skal hafa eftirlit með því að hvarvetna í umdæmi hennar sé byggt í samræmi við gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál. Nefndinni er skylt að rökstyðja afgreiðslu á erindum sem henni berast. Ákvarðanir nefndarinnar skal leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum] nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Spurningin er því einfaldlega þessi: Var farið að lögum og reglum við uppsetningu nefndra mannvirkja við Grænuborg? Ef það var ekki gert verður ekki hægt að afsaka það með útúrsnúningum einum saman. Hlutaðeigandi aðilum ber að taka málið fyrir til formlegrar afgreiðslu, hvort sem þeim líkar það eða ekki.
Til upplýsinga skal tekið fram að undirritaður hefur verið við nám við Háskóla Íslands undanfarna mánuði í leyfi frá störfum og hefur því haft fulla heimild skv. landslögum að hafa skoðun á sínu nánasta umhverfi eins og aðrir landsmenn. Þá verður heldur ekki séð hvernig yfirleitt er hægt að meina einstökum mönnum að hafa skoðun, jafnvel þótt hún fari ekki saman við skoðun blaðsins. Hafa ber í huga að nafnlaus umfjöllun í blaði er jafnan á ábyrgð ritstjóra þess. "Kurteist blað veitist ekki að persónum, sem vilja og hafa áhuga á að tjá skoðanir sínar. Það tekur hins vegar málefnalega og efnislega afstöðu til þess sem fjallað er um hverju sinni". Undirritaður hefur "í frítíma sínum" þegar skráð um 140 gömul sel, 78 fjárborgir, 350 hella og hraunskjól (þar af mörg með mannvistarleifum), 152 gamlar þjóðleiðir, um 80 gamla brunna, 178 tóftir og sæluhús, 78 þjóðsagnatengdar vörður, varir, naust, dysjar, ver o.fl. á Reykjanesskaganum. Allar þessar upplýsingar hafa verið færðar inn í sérstakar skrár og munu á næstunni verða aðgengilegar áhugasömu fólki á svæðinu. Ítrekað er enn og aftur; undirritaður leyfði sér að gera þetta í frítíma sínum ásamt öðru áhugasömu fólki um sama efni.
Kveðja, Ómar Smári
Athugasemd
Af gefnu tilefni skal það áréttað að Kallinn á kassanum er sjálfstæður pistlahöfundur með sínar skoðanir og endurspeglar á engan hátt skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta. Tengsl Kallsins við Víkurfréttir eru með sama hætti og Ómars Smára. Þau eiga sér stað í gegnum tölvupóst. Það var hins vegar ákvörðun Víkurfrétta að leyfa Kallinum að skrifa sína pistla í skjóli nafnleyndar og þannig á okkar ábyrgð. Ef álit ritstjóra þarf að koma fram er það gert undir nafni.
Ritstjórn Víkurfrétta.
Samkvæmt Þjóðminjalögum nr. 107/2001 teljast til fornleifa hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðbundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru á. Skylt er að fornleifaskráning fari fram áður en gengið er frá svæðisskipulagi, aðalskipulagi eða deiliskipulagi eða endurskoðun þess og skal sá sem ber ábyrgð á skipulagsgerð í samræmi við skipulagslög standa straum af kostnaði við skráninguna. Fornleifavernd ríkisins ákveður hvaða fornleifar skulu friðlýstar. Friðlýsing getur náð til nánasta umhverfis hins friðlýsta minjastaðar. Sú regla gildir hér á landi að allar mannvistarleyfar eldri en 100 ára teljast til fornleifa. Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Friðlýstar fornleifar skulu færðar á skipulagskort. Fornleifar, sem friðlýstar hafa verið samkvæmt eldri lögum, skulu njóta friðlýsingar áfram. Þjóðminjasafn Íslands fer með minjavörslu á Reykjanessvæði.
Samkvæmt skipulags- og byggingalög nr. 73/1997 er landið allt skipulagsskylt. Bygging húsa og annarra mannvirkja ofan jarðar og neðan og aðrar framkvæmdir og aðgerðir sem hafa áhrif á umhverfið og breyta ásýnd þess skulu vera í samræmi við skipulagsáætlanir, sbr. ákvæði 43. gr. þessara laga um veitingu byggingarleyfis og ákvæði 27. gr. um veitingu framkvæmdaleyfis. Ef innan marka skipulagssvæðis eru einstakar byggingar, mannvirki, húsaþyrpingar, náttúruminjar eða trjágróður sem æskilegt er talið að varðveita vegna sögulegs, náttúrulegs eða menningarlegs gildis, án þess að um lögformlega friðun sé að ræða, skal setja í viðkomandi skipulagsáætlun ákvæði um hverfisvernd. Mannvirki, sem undanþegin eru byggingarleyfi, skulu byggð í samræmi við skipulagsákvæði skv. III. kafla laga þessara. Leiki vafi á því hvort mannvirki er háð byggingarleyfi skal leita niðurstöðu úrskurðarnefndar. Í byggingarreglugerð skal mælt fyrir um kröfur sem gera skal til hönnunar og mannvirkja um útlit og samsvörun við næsta umhverfi, hagkvæmni og notagildi.
Byggingarnefnd fjallar um byggingarleyfisumsóknir sem berast og ályktar um úrlausn þeirra til viðkomandi sveitarstjórnar. Nefndin skal hafa eftirlit með því að hvarvetna í umdæmi hennar sé byggt í samræmi við gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál. Nefndinni er skylt að rökstyðja afgreiðslu á erindum sem henni berast. Ákvarðanir nefndarinnar skal leggja fyrir sveitarstjórn til afgreiðslu. Brot gegn lögum þessum og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða [fangelsi allt að 2 árum] nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum.
Spurningin er því einfaldlega þessi: Var farið að lögum og reglum við uppsetningu nefndra mannvirkja við Grænuborg? Ef það var ekki gert verður ekki hægt að afsaka það með útúrsnúningum einum saman. Hlutaðeigandi aðilum ber að taka málið fyrir til formlegrar afgreiðslu, hvort sem þeim líkar það eða ekki.
Til upplýsinga skal tekið fram að undirritaður hefur verið við nám við Háskóla Íslands undanfarna mánuði í leyfi frá störfum og hefur því haft fulla heimild skv. landslögum að hafa skoðun á sínu nánasta umhverfi eins og aðrir landsmenn. Þá verður heldur ekki séð hvernig yfirleitt er hægt að meina einstökum mönnum að hafa skoðun, jafnvel þótt hún fari ekki saman við skoðun blaðsins. Hafa ber í huga að nafnlaus umfjöllun í blaði er jafnan á ábyrgð ritstjóra þess. "Kurteist blað veitist ekki að persónum, sem vilja og hafa áhuga á að tjá skoðanir sínar. Það tekur hins vegar málefnalega og efnislega afstöðu til þess sem fjallað er um hverju sinni". Undirritaður hefur "í frítíma sínum" þegar skráð um 140 gömul sel, 78 fjárborgir, 350 hella og hraunskjól (þar af mörg með mannvistarleifum), 152 gamlar þjóðleiðir, um 80 gamla brunna, 178 tóftir og sæluhús, 78 þjóðsagnatengdar vörður, varir, naust, dysjar, ver o.fl. á Reykjanesskaganum. Allar þessar upplýsingar hafa verið færðar inn í sérstakar skrár og munu á næstunni verða aðgengilegar áhugasömu fólki á svæðinu. Ítrekað er enn og aftur; undirritaður leyfði sér að gera þetta í frítíma sínum ásamt öðru áhugasömu fólki um sama efni.
Kveðja, Ómar Smári
Athugasemd
Af gefnu tilefni skal það áréttað að Kallinn á kassanum er sjálfstæður pistlahöfundur með sínar skoðanir og endurspeglar á engan hátt skoðanir ritstjórnar Víkurfrétta. Tengsl Kallsins við Víkurfréttir eru með sama hætti og Ómars Smára. Þau eiga sér stað í gegnum tölvupóst. Það var hins vegar ákvörðun Víkurfrétta að leyfa Kallinum að skrifa sína pistla í skjóli nafnleyndar og þannig á okkar ábyrgð. Ef álit ritstjóra þarf að koma fram er það gert undir nafni.
Ritstjórn Víkurfrétta.