Vantar barnið reiðhjól?
Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa síðustu vikur staðið fyrir hjólasöfnun ásamt hjólreiðakeppninni Wow Cyclothon. Hjólum hefur verið safnað á endurvinnslustöðvum víða um land og sjálfboðaliðar vinna nú að því að gera þau upp til afhendingar. Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum tekur einnig þátt í verkefninu.
Til að áætla fjölda hjóla sem óskað er eftir á hverjum stað fyrir sig - sem og stærð hjólanna, væri gott að vita hversu gamalt barnið þitt er, óskir þú eftir hjóli fyrir það/þau. Hægt er að mæta í húsnæði Fjölskylduhjálpar á Suðurnesjum á fimmtudag 21. júní eftir klukkan 13:00 til að fá frekari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband í síma 421-1200 hjá Fjölskylduhjálp á Suðurnesjum.