Vandræðaástand í byggingamálum
Meirihluti bæjarstjórnar virðist hafa sofnað illilega á verðinum í lóðamálum bæjarins. Nú er svo komið að einu lausu lóðirnar eru í Höfnum og engu hægt að úthluta í Keflavík eða Njarðvík til einstaklinga eða fyrirtækja sem hug hefðu á að reisa hér einbýlis- eða raðhús. Þetta er vægast sagt erfið staða í ljósi þess framkvæmdaáhuga og bjartsýni sem nú ríkir í samfélaginu. Hætt er við að einstaklingar sem huga að því að reisa sér hús fari annað í þeim tilgangi þar sem ekki er lóðaskortur. Sama gildir um byggingafyrirtæki okkar. Í framhaldi af misheppnaðri samkeppni um deiliskipulag Grænássvæðisins vorið og sumarið 1999, ákvað bæjarstjórn, að fenginni tillögu bygginganefndar, að ráða arkitekt(a) til að gera deiliskipulag að svæðinu.Samfylkinging hefði þó heldur kosið að farið yrði í framkvæmdir í Innri-Njarðvík og Grænásinn skipulagður síðar ásamt neðra Nickelsvæði þegar það verður afhent (hvenær veit enginn). Gengið var til samninga við arkitekta frá Hornsteinum og hafa þeir lagt fram sín fyrstu drög að deiliskipulagi svæðisins. Er ákveðið að þeir skili af sér 27. apríl n.k.Engar framkvæmdir á þessu ári?Um leið er ljóst að ekkert liggur fyrir um framhaldið að deiliskipulagi loknu og enginn fær að vita hvenær hugsanlega megi hefjast handa með byggingaframkvæmdir í Grænásnum. Ekki er gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun meirihlutans, sem afgreidd var í upphafi árs, að leggja í nokkurn kostnað við undirbúning byggingarsvæðisins að deiliskipulagi loknu og því ljóst að hann ráðgerir engar framkvæmdir á þessu ári a.m.k. Því lagði undirritaður það til á bæjarstjórnarfundi 4. janúar s.l, ásamt öðrum Samfylkingarmönnum, að gerð yrði áætlun um þar að lútandi sem meirihlutinn vísaði frá samstundis þar sem enginn þörf væri á slíku.Það væri bæjarstjórn í lófa lagið að láta viðeigandi embættismenn og stofnanir bæjarins gera haldgóða áætlun um undirbúning og úthlutun lóða að deiliskipulagi loknu, þannig að væntanlegir íbúðabyggjendur í Reykjanesbæ vissu hvenær þeir gætu hafist handa. Jafnframt mundi það veita bæjaryfirvöldum nauðsynlegt aðhald í framkvæmdum.Í ljósi þess hversu aðkallandi það er að gera lóðir undir einbýlis- og raðhús byggingklárar sem fyrst er þessi afstaða meirihlutans meira en lítið undarleg.Kristmundur Ásmundssonbæjarfulltrúi Samfylkingarinnarí Reykjanesbæ.