VALDIMAR JÓHANNESSON SKRIFAR: TILRÆÐI VIÐ FRAMTÍÐ ÞJÓÐARINNAR
Allir hugsandi menn vita að haldi núverandi ríkisstjórn velli mun hún festa endanlega í sessi það ótrúlega ranglæti sem felst í ómálefnalegri mismunun þegnanna til nýtingar sameiginlegrar eignar, fiskimiða landsins. Þá verða forréttindi sægreifaaðalsins endanlega tryggð, sem jafngildir 300 - 400 milljarða króna þjófnaði frá þjóðinni með samsvarandi skatti á sjávarútveg framtíðarinnar þegar sægreifarnir hafa selt þýfið, kvótann sinn. Þjóðin verður þá að kaupa aftur fiskimiðinn með gengislækkunum og styrkjum til sjávarútvegsins.Nokkrir sægreifar hafa þegar selt kvótann “sinn” og farið með milljarða króna á fjármagnsmarkað erlendis. Sameign þjóðarinnar hefur farið í gegnum hendur sægreifanna til að byggja upp atvinnulíf annarra landa. Gjafaféð veitir einnig sægreifunum ósanngjarna forgjöf í samkeppninni hvort sem þeir kjósa að halda sig áfram í sjávarútvegi eða að fara inn ný svið atvinnulífsins.Daglega kveðja sér hljóðs málsmetandi menn til að lýsa því að núverandi fiskveiðistjórnarkerfi sé ,,að óbreyttu óhafandi og beinlínis stórhættulegt fyrir útgerðina sem atvinnugrein og þar með þjóðarhag” svo að vitnað sé orðrétt í einn þeirra eða ,,tilræði við framtíð þjóðarinnar” eins og Markús Möller hagfræðingur sagði í prófkjörsslag Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi.Forstumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa ákveðið að verja sægreifaveldið. Forréttindum þeirra verður ekki haggað nema með kosningarsigri Frjálslynda flokksins, F-listans, nú á laugardaginn því að hugmyndir vinstri manna eru í besta falli óljósar. Valdimar JóhannessonMaður á lista Frjálslynda flokksins á Reykjnesi.