Væntingar og síðan vonbrigði - aldraðir enn settir til hliðar
Enn er ekki búið að ganga frá teikningum að 30 rúma hjúkrunarheimili sem byggja á Nesvöllum og átti að vera tilbúið til notkunar samkvæmt áætlun árið 2007. Núna er áætlað að hjúkrunarheimilið verði í fyrsta lagi tilbúið í lok árs 2009. Þegar hönnun verksins er lokið verður það boðið út og alls óvíst að það komist í gagnið á árinu 2009 eins og síðustu áætlanir gera ráð fyrir.
Samkvæmt upplýsingum þjónustuhópa aldraðra eru 379 aldraðir, í mjög brýnni þörf, á biðlista á öllu landinu eftir vistun á hjúkrunarheimilum. Þar af eru milli 30 og 40 aldraðir sjúkir í Reykjanesbæ í mjög brýnni þörf en þeir dvelja heima hjá sér eða dvalarheimilum aldraðra.
Ástandið á Suðurnesjum með því versta á landinu
Á Suðurnesjum eru 5 hjúkrunarrúm á hverja 1000 þúsund íbúa samkvæmt skýrslum þjónustuhópa aldraðra, til samanburðar eru 9 hjúkrunarrúm á hverja 1000 íbúa í Reykjavík og er ástandið hér á Suðurnesjum því með því versta sem gerist á landinu.
Varla þarf að taka fram hver aðstaða þeirra er þar sem þeir fá ekki þá hjálp og aðstoð sem þeir þarfnast. Heimilishjálp hefur að vísu verið aukin en hún kemur ekki að fullu í stað hjúkrunar á hjúkrunarheimilum.
Samfylkingin hefur lagt áherslu á að framkvæmdum verði hraðað á Nesvöllum og telja að nú þegar verði að undirbúa frekari fjölgun hjúkrunarrúma til þess að fullnægja kröfum um einbýli sjúklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum en mikið vantar á að þeirri sjálfsögðu kröfu hafi verðið fullnægt.
Væntingar og síðan vonbrigði
Það er sorglegt að stöðugt er verið að vekja vonir sjúkra aldraðra um vistun á hjúkrunarheimilum, þ.e.a.s. hjá þeim sem dvelja heima hjá sér eða hjá ættingjum en ættu að vera á hjúkrunarheimilum, en þessar vonir bregðast svo. Núna síðast var það Heilbrigðisráðherra sem lofaði árið 2006 að byrjað yrði á framkvæmdum á Nesvöllum núna árið 2007. En áður hafði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ fært fundarmönnum á aðalfundi Garðvangs árið 2005 þær fréttir að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum yrði lokið á þessu ári - 2007. Þarna lofaði hann upp í ermina á sér eins og svo oft áður.
Hér er ekki verðið að hugsa um okkur gamla fólkið heldur stöðugt verðið að reyna veiða atkvæði okkar.
Er nú ekki nóg komið og rétt að reyna nýja menn til forystu á Alþingi?
Eyjólfur Eysteinsson f v. stjórnarmaður í stjórn Garðvangs.
.
Samkvæmt upplýsingum þjónustuhópa aldraðra eru 379 aldraðir, í mjög brýnni þörf, á biðlista á öllu landinu eftir vistun á hjúkrunarheimilum. Þar af eru milli 30 og 40 aldraðir sjúkir í Reykjanesbæ í mjög brýnni þörf en þeir dvelja heima hjá sér eða dvalarheimilum aldraðra.
Ástandið á Suðurnesjum með því versta á landinu
Á Suðurnesjum eru 5 hjúkrunarrúm á hverja 1000 þúsund íbúa samkvæmt skýrslum þjónustuhópa aldraðra, til samanburðar eru 9 hjúkrunarrúm á hverja 1000 íbúa í Reykjavík og er ástandið hér á Suðurnesjum því með því versta sem gerist á landinu.
Varla þarf að taka fram hver aðstaða þeirra er þar sem þeir fá ekki þá hjálp og aðstoð sem þeir þarfnast. Heimilishjálp hefur að vísu verið aukin en hún kemur ekki að fullu í stað hjúkrunar á hjúkrunarheimilum.
Samfylkingin hefur lagt áherslu á að framkvæmdum verði hraðað á Nesvöllum og telja að nú þegar verði að undirbúa frekari fjölgun hjúkrunarrúma til þess að fullnægja kröfum um einbýli sjúklinga á dvalar- og hjúkrunarheimilum en mikið vantar á að þeirri sjálfsögðu kröfu hafi verðið fullnægt.
Væntingar og síðan vonbrigði
Það er sorglegt að stöðugt er verið að vekja vonir sjúkra aldraðra um vistun á hjúkrunarheimilum, þ.e.a.s. hjá þeim sem dvelja heima hjá sér eða hjá ættingjum en ættu að vera á hjúkrunarheimilum, en þessar vonir bregðast svo. Núna síðast var það Heilbrigðisráðherra sem lofaði árið 2006 að byrjað yrði á framkvæmdum á Nesvöllum núna árið 2007. En áður hafði bæjarstjórinn í Reykjanesbæ fært fundarmönnum á aðalfundi Garðvangs árið 2005 þær fréttir að framkvæmdum við hjúkrunarheimilið á Nesvöllum yrði lokið á þessu ári - 2007. Þarna lofaði hann upp í ermina á sér eins og svo oft áður.
Hér er ekki verðið að hugsa um okkur gamla fólkið heldur stöðugt verðið að reyna veiða atkvæði okkar.
Er nú ekki nóg komið og rétt að reyna nýja menn til forystu á Alþingi?
Eyjólfur Eysteinsson f v. stjórnarmaður í stjórn Garðvangs.
.