Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Vænti áframhaldandi stuðnings iðnaðar- og innanríkisráðherra við Helguvík
Föstudagur 3. júlí 2015 kl. 15:00

Vænti áframhaldandi stuðnings iðnaðar- og innanríkisráðherra við Helguvík

- segir Pétur Jóhannsson fyrrverandi hafnarstjóri Reykjanesbæjar vegna málefna Helguvíkurhafnar

Reykjaneshöfn hefur óskað eftir ríkisstyrk vegna hafnarframkvæmda í Helguvík undanfarin ár vegna endurskoðunar á Samgönguáætlun hverju sinni. Síðast var sent inn ósk um framlag v. Samgönguáætlunar 2015 – 2018 þann 6.11. 2014.

Óskum Reykjaneshafnar hefur verið hafnað fram að þessum tíma, þar sem hafnalögin heimiluðu ekki ríkisstyrk til hafna eins og Helguvíkur fyrr en með nýjum hafnalögum sem tóku gildi 16.12. 2014, sem heimila ríkisstyrki til hafnagerðar á Íslandi á ný.

En þar sem dráttur hafði verið á að ný hafnalög yrðu samþykkt, óskaði Reykjaneshöfn og Reykjanesbær eftir stuðningi Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra um sérlög fyrir Helguvík líkt og á Bakka við Húsavík.  Sú vinna fór á fullan skrið haustið 2014 fram á vorið 2015. 
Sérlögin taka ekki gildi fyrr en samþykki ESA liggur fyrir og reynslan frá Bakka sýnir að samþykki ESA kæmi ekki fyrr en á árinu 2016, sem er of seint fyrir Reykjaneshöfn.

En í byrjun árs 2015 óskaði Reykjaneshöfn / Reykjanesbær eftir að hafnarframkvæmdir í Helguvík kæmist inn á samgönguáætlun 2015 – 2018 eftir að ný hafnalög höfðu tekið gildi.  Sérstaklega vegna þess að áætlað er að hafnarframkvæmdum vegna nýrra viðlegukanta fyrir kísilver í Helguvík þurfa að byrja í lok árs 2015.

Ég vænti áframhaldandi stuðnings iðnaðarráðherra og innanríkisráðherra um ríkisframlag til stuðnings hafnarframkvæmdum í Helguvík eftir fund með þeim og bæjarstjóra þann 1. júní sl.
Í nefndaráliti um tillögu til þingsályktunar um fjögurra ára samgönguáætlun fyrir 2015 – 2018 frá meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þann 18. júní sl. er minnst á Helguvíkurhöfn og sagt að mikilvægt sé að Reykjaneshöfn verði í endurskoðaðri samgönguáætlun sem kemur fram haustið 2016.
Ég er því bjartsýnn að ríkisstjórnin tryggi á fjárlögum ársins 2016 að Reykjaneshöfn fái fjárveitingu til hafnargerðar í Helguvík, og síðan næstu ár í nýrri Samgönguáætlun.

Pétur Jóhannsson,
fyrrverandi hafnarstjóri RNH.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024