Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Útskáladagur haldinn í fimmta sinn í Útskálakirkju
Mánudagur 22. maí 2017 kl. 10:58

Útskáladagur haldinn í fimmta sinn í Útskálakirkju

Sunnudaginn 28. maí 2017, kl. 14 verður Útskáladagur haldinn í fimmta sinn í Útskálakirkju. Hollvinir Útskála efna til menningarveislu í þeim tilgangi að gefa fólki kost á að fylgjast með endurbótum á gamla prestsetrinu og fræðast um Útskálastað. Að þessu sinni er dagurinn helgaður Lúther, séra Ágústi Sigurðssyni sem var öflugur hollvinur Útskála og endurbótum á Útskálastað í nútímanum. 
 
Meginhluti dagskrár er kynning á starfi og lífshlaupi Lúthers. Dr. Gunnar Kristjánsson fyrrum prófastur og fræðimaður segir sögu Lúters og frá áhrifum hans á kirkju og trúarlíf. Þá segir Guðrún Ásgeirsdóttir frá starfi séra Ágústar Sigurðssonar sem fræðimanns. Nemar Tónlistarskóla Garðs koma fram.  Þá verður kynning með frásögn og myndefni af fyrirhugaðri uppbyggingu umhverfis Útskála.  Kvenfélagið Gefn í Garði býður kaffi og aðrar veitingar  og prestsetrið að Útskálum, sem nú er í endurbyggingu, veður opið gestum og gangandi. Þar verður myndefni um uppbyggingu staðarins. Tilvalið er að heimsækja Útskála, skoða Útskálahúsið og njóta vorkomunnar frá Útskálahólnum með víðsýni til lands og sjávar.
 
Unnið er að endurgerð Útskálahúsins og er það fullbúið að utan. Áform eru um framhald endurbyggingu innan dyra.  
 
Hollvinir hvetja Suðurnesjamenn og aðra til að njóta menningarveislu að Útskálum og leggja sitt af mörkum til uppbyggingarinnar og starfseminnar. Rétt er að taka fram að aðgangur og kaffiveitingar er ókeypis og allir boðnir velkomnir. 
 
Dagskráin í kirkjunni hefst kl. 14. 
 
Hollvinir Útskála.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024