Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Útkall!
Föstudagur 11. september 2009 kl. 15:10

Útkall!


Kæru Keflvíkingar
 
Á sunnudaginn 13.september mun Keflavík leika í undanúrslitum VISA bikars karla gegn Breiðablik.  Leikið verður á Laugardalsvelli og hefst leikurinn kl. 16:00.  Leikurinn er í raun „heimaleikur” þar sem hann heitir Keflavík- Breiðablik og það hefur nú virkað vel í sumar, heimaleikirnir.  Við þurfum nú aðeins að hefna fyrir tapið fyrr í sumar.  Nú er svo komið að liðið þarf á þínum stuðning að halda og viljum við hjá Knattspyrnudeildinni biðja bæjarbúa, stuðningsmenn og aðra að hugsa hlýtt til liðsins, mæta á völlinn og styðja strákana með jákvæðum stuðningi til sigurs.  Þeir hafa verið að undirbúa sig vel fyrir leikinn og eru staðráðnir í að mæta í úrslitaleikinn í VISA bikarnum.  Allir eru heilir og það er nú ekki alltaf sem svo er og við getum stillt upp okkar sterkasta liði.  Það er búið að útbúa mikið af Keflavíkurvörum sem verða til sölu á Laugardalsvelli þennan dag og hvetjum við alla til að kíkja á það og versla.
 
Klárum tímabilið saman með sæmd og komum með bikarinn aftur í Keflavík!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Bikarkveðja,

Hjördís Baldursdóttir