Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi
Íbúum Suðurkjördæmis býðst að kjósa utankjörfundar í opnu prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Utankjörfundaratkvæðagreiðslan fer fram í Reykjanesbæ, Selfossi, Vestmannaeyjum og Höfn dagana;
21. okt. laugardag kl. 10-12
28. okt. laugardag kl. 10-12
2. nóv. fimmtudag kl. 18-20
3. nóv. föstudag kl. 18-20.
Hægt er að kjósa utankjörfundar á ofangreindum tímum sem hér segir; Reykjanesbær, skrifstofu Samfylkingarinnar að Iðavöllum 3 Selfoss, Selið, Engjavegi 44 Vestmannaeyjar, Skólavegi 4 Hornafjörður, Víkurbraut 4.
Auk þess fer utankjörfundaratkvæðagreiðsla fram á skrifstofu Samfylkingarinnar v/Hallveigarstíg í Reykjavík til kjördags 4. nóvember. Opið er virka daga kl. 10:00-17:00.
Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa allir kosningabærir einstaklingar í Suðurkjördæmi sem lögheimili eiga í kjördæminu á kjördag.
Á kjörseðil skal tölusetja 5 frambjóðendur og raða í sæti 1-5.