Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Aðsent

Úrræði fyrir skulduga
Föstudagur 17. desember 2010 kl. 14:13

Úrræði fyrir skulduga

Eitt stærsta verkefni síðustu mánuða hefur verið að vinna að nothæfum og raunhæfum úrræðum fyrir þá sem ekki ráða við eða eiga í erfiðleikum með skuldastöðuna. Á það við bæði einstaklinga og lítil og meðalstór fyriræki. Sérstaklega þó þá sem keyptu húsnæði í fasteignabólunni miklu árin 2004-2007 þegar fasteignaverð nánast tvöfaldaðist og mikil umframveðsetning eigna liggur eftir fall krónunnar og fasteignaverðs.

Nýjustu úrræðin í skuldamálum eru um margt góð og gagnast vonandi vel þeim sem eiga í skuldavanda. Þannig mun 110% niðurfærslan ná til 12-14 þúsund heimla, sértæka aðlögunin niður í 70% af fasteignamati til um 1500 í viðbót og niðurgreiðslur á vöxtum til um 50 þúsund heimla.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þá skiptir miklu máli hve myndarlega starfsemi Umboðsmanns skuldara er orðin. Nýjasta framtak Umboðsmanns er að opna útibú í Reykjanesbæ. Opnaði það í gær og var það vel heppnuð samkoma þar sem við Oddný Harðardóttir fluttum kveðju annarrra þingmanna kjördæmisins til starfsmanna Umboðsmanns suður frá og annarra opnunargesta. Er opnunin í Reykjanesbæ liður í því að færa mikilvæga starfsemi nær fólkinu og auðvelda leiðina að henni.

Vona ég að starfsemin nýtist vel og að allir þeir sem eiga í vanda með skuldastöðu sína fái þar úrlausn mála.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar.