Uppskriftarkeppni um besta saltfiskréttinn
Saltfisksetrið og félagið Matur- saga- menning standa fyrir uppskriftarkeppni um besta saltfiskréttinn. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur og Sigurvin Gunnarsson matreiðslumeistari velja fimm uppskriftir. Hægt er að senda uppskriftir í tölvupósti til [email protected] fyrir 21. mars.
Vinningsuppskriftir verða matreiddar í menningarviku Grindavíkur 21. - 28. mars og þrjár bestu valdar af þeim. 1.-5. vinningur kr. 30.000, 20.000, 10.000 og tveir 5.000 kr. vinningar. Vinningsuppskriftir verða sýnilegar á heimasíðum www.matarsetur.is og www.saltfisksetur.is
Jafnframt verður Safnahelgina 14.-15. mars og í menningarviku 21.-28. mars saltfisksýning Saltfisksetursins Hafnargötu 12a Grindavík auk fræðslu og myndbands um saltfiskverkun. Boðið verður upp á matarsmakk, saltfiskbollur o.fl. sjá nánar um viðburði á www.grindavik.is