Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Aðsent

Fimmtudagur 16. september 1999 kl. 15:33

UPPREISN GEGN EITURLYFJASÖLUNNI

Einkennileg staða er nú uppkomin í bæjarfélaginu. Hvort sem bæjarstjórn vill eða vill ekki er hún neydd til að taka upp stefnu áfengisvarnarnefndar sálugu um takmörkun á fjölda vínveitingaleyfa. Ef nektardansstaðnum í Grófinni verður veitt vínveitingaleyfi, þá munu verða hér í þessu litla byggðarlagi starfandi fjöldi húsa tengd vændi og eiturlyfjasölu. Þess vegna er nú skyndilega upprisin kvennahreyfing, sem mun fella hvern þann pólitíkus sem ekki hlustar á þeirra rök. Við Skandínavar erum ekki vínframleiðendur, þess vegna höfum við litið á áfengisneyslu út frá heilbrigðsisjónarmiði en ekki sem landbúnaðarmál eins og Frakkar, Ítalir og Spánverjar gera. Þessa stefnu (hömlulitla vín- og eiturlyfjaneyslu) reyndu þeir Davíð Oddsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin að innleiða hér með skelfilegum afleiðingum: óstöðvandi áfengis- og eiturlyfjaneyslu og vændi. Reykvíkingar eru að átta sig. Í Grafarvogi risu íbúar gegn nektarbúllu og í Grjótaþorpi kröfðust íbúar lokunar annarrar búllu. Hér í Keflavík er aðeins ein leið fær: neita kaupmönnum dauðans um leyfið. Til þess þarf bæjarstjórn að velja og hafna en verða ekki sjálfvirk vél sem stimplar allar beiðnir umhugsunarlaust eins og Böðvar Jónsson klifar á. Ég vil þakka því ágæta fólki sem hefur risið upp og skrifað. Menn verða að hafa þor til að segja frá eiturlyfjasölunni, þótt þeim sé hótað dauða og djöfli.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024